Jú og það er líka sunnudagur í dag.....blogga alltaf á sunnudögum :-)
Um helgina bauð ég sambýlismanni mínum (hann átti afmæli) á hótel í 2 nætur á Vesturströnd Svíþjóðar, nánara tilteki' 45 km norður frá Gautaborg....Stenungsund, þar sem er brú yfir á eyju sem heitir Tjörn og fyrir all mörgum árum var skip sem keyrði á brúarstólpan svo brúin bara hrapaði niður og hellingur af bílum líka, verulega óhuggnalegt, margir fórust, sumir bílar náðu að stoppa þegar þeir sáu bara bílana hverfa niður í djúpið. Núna er stór og ný glæsileg hengibrú þarna yfir og við auðvitað keyrðum yfir til að geta sagt að maður hafi verið þar sko á Tjörn.
Hótelið var æðislega flott, alveg við hafskantinn og byggt svona í syllum....
Nú auðvitað hafði ég bókað borð á veitingahúsinu þarna niðri á hafskantinum og var maturinn súpergóður sem við mátti búast eftir verðinu að dæma (næstum íslenskt verð) ekki meira um það......sko.
Á eftir þegar við vorum búin að hlusta á diskó og horfa á fólk koma á pubbinn gáfumst við upp og fórum á herbergið, röbbuðum saman og drukkum rauðvín fyrir svefninn. Nú eftir ca 1-2 tíma svefn heyri ég að það er labbað á syllunni fyrir framam gluggan (syllan var þak á næstu herbergjum fyrir neðan) og heyrðist vel í þessum karlmönnum (óþekktur aldur) enda kanski drukkið mikin bjór á pubbinum.....við vorum með opinn glugga (get ekki sofið við lokaðan glugga) en sem betur fer var öryggislæsing á honum svo það var ekki hægt að opna hann mikið, bara til að fá ferskt loft.....karlmennirnir byrjuðu að hrópa inn um gluggan og spurja hvort þeir megi ekki koma inn...ég varð auðvitað dauðhrædd og sagði þeim bara að hypja sig burtu en þeir sættu sig ekki við það (Stig svaf og ég reyndi ekki mikið að vekja hann ýtti smá við honum en hann bara svaf) svo sagði karlmaðurinn að ég fengi 100 kr ef hann fengi að koma inn, ég svaraði ekki skjálfandi af hræðslu um að þeir bara ýttu inn glugganum, svo buðu þeir 200 kr, en þegar þeir fengu ekki svar fóru þeir sem betur fer því ég ætlaði að hringja á lögguna.....kíkti út um gluggan en þá kom svona sekuritas bíll og ég heyrði ekki meira....þetta var mjög ónotaleg tilfinning sko....en þeir hefðu getað boðið betur því við unnum ekki á hestaveðhlaupið fyrr um kvöldið......næsta nótt var meiri friður, eftir að við höfðum verið í Gautaborg í heimsókn hja´Víði allan daginn, það var æðislega gaman eins og venjulega að heilsa upp á hann. Íbúðin þeirra er meiri háttar flott á 8-9 hæð (fer eftir hvaða landi maður býr í).
Nú svo var bara að fara heim eftir að maður þurfti að tékka út frá hótelinu og keyrðum við til Trollhättan og kíktum á skipaskurðin og akkúrat þá kom fluttningaskip sem passaði akkurat inn í skurðinn....90 metrar á lengd og það er alveg ótrúlegt að sjá þetta flykki lyftast upp í vatninu.
Nú sumarið virðist vera komið var mjög heitt í dag og glampandi sól svo maður ilmar af svitalykt sem mýflugunum líst mjög vel á, en þær koma ekki svona hátt upp eins og á svalirnar hér...enda hef ég ekki séð neina ennþá, sem þýðir ekkert bit.
Var að reyna að leggja in mynd, veit ekki hvort það tókst...kemur í ljós.
söndag 3 juni 2007
Prenumerera på:
Inlägg (Atom)