Jú, það er satt, ég sit hér ein heima og er að bíða eftir að klukkan verði hálf átta, labba þá niður í bæ á fund sem er hjá hæðstu ráðamönnum í skólanum.
Er búin að búa um rúmið, vaska upp og snurfussa það sem hægt er og mig sjálfa. Það er skýjað úti og 13 stiga hiti og rigninginn hangir í loftinu.
Ég ætlaði nú ekki að skrifa um veðrið, leiðigjarnt umræðuefni en sígillt.
Ég hef ekkert að segja, ekki kann ég að yrkja eins og einhverjar stelpur á klóinu......ekki labba ég á Esjuna því hún er allt of langt í burtu......
Þetta með hrútinn?????
Þegar ég var lítil voru margir í Borgarnesi sem voru með kindur á hinum ýmsu stöðum í garðinum hjá sér og höfðum við granna sem var með kindur, en þessu litli hrútur kom ekki frá þeim rollunum heldur var ótiltekinn "ruslamaður" sem að mig minnir sem átti kindur ekki svo langt í burtu, svo á sauðburðartímanum sem var í maí fæddist eitt lamb sem mamman vildi ekki og var svo vesældarlegt svo hann kom með það innvafið í strigapoka til að athuga hvort við gætum ekki reddað lífinu á lambinu...auðvitað var mamma boðin og búin til þess og lambið var sett inn í bakarofn (samt ekki til steikingar) til að fá hita í litla kroppinn...nú þessi hrútur vað æðislega skemmtilegur heimalingur hjá okkur og hljóp um allt inni og úti, skemmtilegur hrútur og allt það...en hann varð voðalega fljótt stór líka og manni var alltaf sagt að heimalingshrútar yrðu mannýgir (heitir það svo?) Svo einn veðurdag var ég að leika við hann og hann allt í einu byrjar að stanga mig meira en hann var vanur og ég hugsaði um þetta orð "mannýgur" og varð hrædd og byrjaði að hlaupa undan og hann á efitr og augum voru svört....ég varð enn hræddari og hljóp inn í eldhús og hann á eftir (hafði ekki tíma til að loka hurðinni) og inn í eldhúsinu voru dyr inn í það sem er núverandi eldhús á Þórólfsgötunni, sem var herbergi og aðrar dyr þaðan inn í stofuna svo það var hægt að hlaupa hring inni og í stofunni (það var reyndar herbergi og það hjónaherbergið.....) svo kom stofan, forstofan og eldhúsið....skiluru....hrútsfjandinn ellti mig og ég hoppaði upp í hjónarúmið til að fela mig en hann hoppaði á eftir og stangaði og svo hlupum við hring eftir hring og hann náði mér ekki alltaf, svo man ég ekki hvernig sagan endaði......er einhver sem man það?
Núna er klukkan að verða labbitúr á fundinn....góða helgi.
fredag 21 september 2007
Prenumerera på:
Inlägg (Atom)