söndag 16 december 2007

Jólakveðjur

Bráðum koma blessuð jólin....
dagur eitt....
og allt það með tilheyrandi hangikjöti og uppstú...
Við erum að fara á laugardaginn í sólina, nennum ekki að vara í jólastressi, viljum bara slappa av og hafa það næs. Borðum samt hangikjöt...ekki út af því að það VERÐI að vera, bara svo mikið lokað á aðfangadag og erfitt að komast að á veitingastað þetta kvöld, allt á tvöföldu verði og þannig líka, svo Jenny og Elli voru svo sniðug og suðu hangikjöt og tóku með sér og settu í frystinn...svo þarf bara að kaupa í uppstúf "Harina" sem er hveiti, maður þorir ekki að taka með hveiti í poka og setja í töskuna, gæti verið áhætta og að sitja innilokaður öll jólin af því að ransóknarstofur eru lokaðar yfir hátíðirnar til að ransaka þetta litla hveitimagn....nei þá er nú betra að vera á öruggu hliðinni og bara kaupa eitt kíló á staðnum og henda áfgangnum.....
Svo takið því nú mjög rólega yfir hátíðirnar, borðið ekki of mikið af sætum kökum, en góðan mat og njótið hvors annars, takið frmm spilin og leikið við krakkana.
Gleðileg jól öll sömul og gott nýtt ár.
Ingibjörg og Stig-Lennart