söndag 10 februari 2008

Februar

Kanski kominn tími á smá blogg eða??
Ég hef nú ekkert að blogga um, nema að jólin eru búin og bráðum koma blessuð jólin "aftur" líða svo fljótt þessi ár nú á tímum.
Þegar ég var lítil eða minni.....þá var ofsalega langt til jóla allt árið fannst mér, maður beið og beið sérstaklega þegar var komin nóvember, þegar maður byrjaði í danskenslunni í íþróttatímunum í skólanum. Helga og Guðmundur voru danskennararnir og þetta var spennandi, strákarnir voru í einum búningsklefanum og við stelpur í hinum og svo vorum við látin labba inn samtímis og það var svona happdrætti á hverjum maður lenti, því sá sem var fyrstur í báðum röðunum lentu saman í dansinum, en maður þurfti samt ekki að dansa við sama allan tíman, því strákarnir fengu svo að vera í öðrum endanum og við í hinum og svo fengu þeir að bjóða upp og auðvitað voru sætustu og vinsælustu stelpurnar alltaf fyrst að fá dansboð af vinsælustu strákunum, svo þetta var mjög spennandi. Sumir strákarnir voru svo æstir að ná bestu stelpunni að þeir flugu á hana margir í einu, var svona keppni á milli þeirra og við sem vorum ekki í þeim hópnum lentum á strákunum sem voru feimnir, en það gerði ekkert til því þeir voru bara mjög góðir dansherrar og alltaf var þetta jafn spennandi í byrjun á hverjum maður lenti. Kennararnir röðuðu okkur upp í ólíkar raðir í hvert sinn, alltaf samt einhver þema eftir hverju þeir röðuðu okkur upp, stundum eftir stærð, stafrófsröð, eða afmælisdegi.....
Af hverju kom ég inná þetta ????
Ég vinn í skóla og í barnaskólanum eru haldin dskó fyrir vissa árganga og þá oftast elsti bekkurinn sem heldur diskóið til að safna pening fyrir skólaferðalag, þegar ég gekk í barnaskólan man ég ekki eftir að það hafi verið til "diskó" því þegar maður kom í gaggó voru svona alvöru skóladansleikir og meira að segja voru alvöru hljómsveitir sem spiluðu, en það var svona sina í einu skólaherberginu, man nú ekki hvað það herbergi var notað til...kanski músíkkenslu?? og alltaf voru nokkrir strákar sem kunnu að spila á bassa, gítar og trommur og einn sem söng, þetta var voða gaman og ekta þá, svona góð músík bæði rokk og vangalög sérstaklega í endan á kvöldinu.....tölum ekki meira um það...
Læt þetta duga, því ég hafði ekkert að skrifa um, en af einhverri ástæðu hafnaði ég í fortíðinni, er kanski komin á þann aldur sem maður bara talar um það liðna, en gott á meðan það eru jákvæðar minningar.....
Görð svo vel, endilega kvíttið fyrir ef þið lesið.....gaman að sjá hvort einhver les mitt lélega blogg. Annars er bara að hætta þessu.
Bæ bæ love.