Kanski kominn tími á smá blogg eða??
Ég hef nú ekkert að blogga um, nema að jólin eru búin og bráðum koma blessuð jólin "aftur" líða svo fljótt þessi ár nú á tímum.
Þegar ég var lítil eða minni.....þá var ofsalega langt til jóla allt árið fannst mér, maður beið og beið sérstaklega þegar var komin nóvember, þegar maður byrjaði í danskenslunni í íþróttatímunum í skólanum. Helga og Guðmundur voru danskennararnir og þetta var spennandi, strákarnir voru í einum búningsklefanum og við stelpur í hinum og svo vorum við látin labba inn samtímis og það var svona happdrætti á hverjum maður lenti, því sá sem var fyrstur í báðum röðunum lentu saman í dansinum, en maður þurfti samt ekki að dansa við sama allan tíman, því strákarnir fengu svo að vera í öðrum endanum og við í hinum og svo fengu þeir að bjóða upp og auðvitað voru sætustu og vinsælustu stelpurnar alltaf fyrst að fá dansboð af vinsælustu strákunum, svo þetta var mjög spennandi. Sumir strákarnir voru svo æstir að ná bestu stelpunni að þeir flugu á hana margir í einu, var svona keppni á milli þeirra og við sem vorum ekki í þeim hópnum lentum á strákunum sem voru feimnir, en það gerði ekkert til því þeir voru bara mjög góðir dansherrar og alltaf var þetta jafn spennandi í byrjun á hverjum maður lenti. Kennararnir röðuðu okkur upp í ólíkar raðir í hvert sinn, alltaf samt einhver þema eftir hverju þeir röðuðu okkur upp, stundum eftir stærð, stafrófsröð, eða afmælisdegi.....
Af hverju kom ég inná þetta ????
Ég vinn í skóla og í barnaskólanum eru haldin dskó fyrir vissa árganga og þá oftast elsti bekkurinn sem heldur diskóið til að safna pening fyrir skólaferðalag, þegar ég gekk í barnaskólan man ég ekki eftir að það hafi verið til "diskó" því þegar maður kom í gaggó voru svona alvöru skóladansleikir og meira að segja voru alvöru hljómsveitir sem spiluðu, en það var svona sina í einu skólaherberginu, man nú ekki hvað það herbergi var notað til...kanski músíkkenslu?? og alltaf voru nokkrir strákar sem kunnu að spila á bassa, gítar og trommur og einn sem söng, þetta var voða gaman og ekta þá, svona góð músík bæði rokk og vangalög sérstaklega í endan á kvöldinu.....tölum ekki meira um það...
Læt þetta duga, því ég hafði ekkert að skrifa um, en af einhverri ástæðu hafnaði ég í fortíðinni, er kanski komin á þann aldur sem maður bara talar um það liðna, en gott á meðan það eru jákvæðar minningar.....
Görð svo vel, endilega kvíttið fyrir ef þið lesið.....gaman að sjá hvort einhver les mitt lélega blogg. Annars er bara að hætta þessu.
Bæ bæ love.
Prenumerera på:
Kommentarer till inlägget (Atom)
19 kommentarer:
Skemmtilegt að lesa þetta :) Og alveg bannað að hætta, þitt blogg er sko ekkert lélegt!
P.S. Var að blogga
Þú saknar bara gamla landsins.... og okkar ættingjanna : )
En herbergið sem böllin voru haldin í var jú þar sem söngurinn var kenndur og svo var það líka handavinnustofan lengi vel ef ég man rétt - en ég man nú svo sem ekki margt.....
Bestu kveðjur stóra mín.
Litla systir.
Það er rétt þetta var stofan sem kennt var söngur og handavinna fyrir stúlkurnar svo aldrei var ég í þar kennslustund því hvorugt kunni ég.
Hver er anonym? Vinsamlega skrifid nafn undir. Ingibjörg
loxins gef ég mér tíma inní bloggheima, kanski ég bloggi sjálf bráðum. En það alltaf e-h sjarmi yfir því þegar þú talar um þína æsku, ég fæddist of seint. Hefði viljað vera besta vinkona þín á þessum tíma. minn tími er boring.
Hvernig er það á ekki að blogga meira Það voru fleirri stofur í gamla Gagnfræðaskólanum í Borgarnesi
Ég get bloggað meira ef þið skrifið nafn undir....vil vita hver hefur áhuga á Gagnfræðaskólanum í Borgarnesi og mínum frásögnum, til er alveg hellingur.....Ingibjörg
Er að prófa, hvort maður eigi að setja hak i Namn/URL í staðin fyrir anonym
Hehehe... þetta er farið að líta út eins og einhver sem heitir Anonym sé hér að spjalla við sjálfan sig.
En einhvernveginn finnst mér líklegt að þetta sé Smári :)
Alla vega ekki ég.... því ég kvitta undir : )
og ekki ég ...því ég er mömmusystir,,,og var nýlega að verða langafasystir...Sigurlaug frænka..dóttir Elínar Báru var að eignast strák í gær...
og ekki ég ...því ég er mömmusystir,,,og var nýlega að verða langafasystir...Sigurlaug frænka..dóttir Elínar Báru var að eignast strák í gær...
ég kann ekkert á þetta sænska drasl
Biðið nú við....ég er verulega forvitinn um þessa "mömmusystir" hver ertu? Var Elín Bára Birkisdóttir að verða amma?
Þú setur bara punkt eða hak í Namn/URL þarna fyrir neðan og þá getur þú skrifað nafnið þitt undir í Namn.....mjög einfalt, ja eða bara þegar þú ert búin að skrifa kommentar skrifa nafnið undr. PLEASE, það er svo gaman að fá kommentar sem ég veit hver skrfar.
þetta er þriðja kommentið mitt og í báðum hef ég nefnt skólastofur svo ég lýsi yfir að ég ber enga ábyrgð á þessum vesalingum sem ekki kvitta fyrir
Sko, ég held ég sé búin að fatta mömmusystir og langafasystir, er eflaust fullu nafni Rakel Erna Skarphéðinsdóttir og hún er fædd árið??? Næst kemur aldurinn....
anonym sem skrifar um skólastofur gæti verið hver sem er, það voru margir sem ekki notuðu þær skólastofur, svo kondu fram úr anonymetiteten.....
Er enn að bíða eftir sögum úr Gagnfræðaskólanum í Borgarnesi og ég er alveg sammála Anonym þetta sænska drasl er ekki nokkur leið að skilja en s...t með það áfram með smérið
Ú þetta síðasta commentið bar keim af bryllanum á bakkanum! sammála?
Brillinn a bakkanum hefur aldrei verid i Gaggo i Borgarnesi, ef eg giska rett a hver "bryllinn á bakkanum" er......
Skicka en kommentar