Gaggó í Borgarnesi....
Þegar ég var lítil (minni) fannst mér gaman að vera í skólanum, við vorum heppin með að skólinn í Borgarnesi var góður skóli, að mér fannst.
Við höfðum teikningu á stundaskránni og það var uppáhalds efnið mitt í barnaskólanum og landafræði....Teiknikennarinn var Hildur og hún var voða duglegur teiknari, fallegt allt sem hún gerði, og hún teiknaði svo oft á töfluna með litakrítum. Ég man ekki hvort hún var landafræðikennarinn líka, en það hlítur að vera. Við vorum að læra um Svíþjóð og ég var nú sérstaklega áhugasöm um það land því Njáll frændi bjó þar. Hún var að segja okkur frá Göta kanal (skipaskurðinum) og þetta var mjög flókið mál með þennan skipaskurð, en hann var þvert í gegnum Svíþjóð frá Gautaborg til Stokkhólms og öfugt, en hún teiknaði þetta allt á töfluna með sínum litakrítum, allar þessar tröppur og útskýrði þetta mjög vel, svo áhugi minn kveiknaði um þennan skipaskurð og ég ákvað þá að þangað ætla ég að koma einhverntíman.....og það gerði ég, sem allir vita og hana nú......og meira að segja silgdi þennan skipaskurð en ekki samt alla leið gegnum landið.
En þetta átti nú ekki að vera umræðan í kvöld, en það er kvöld hjá mér núna. Anonym vill að ég skrifi um fleiri skólastofur í skólanum, en ég vil vita hver anonym er fyrst....mömmusystir er ég búin að fá að vita hver er, ég á bara tvær mömmusystur og ekki held ég þetta sé Björg....þótt anonym hafi ekki skrifað nafnið sitt. En hinn aðilinn sem er anonym vil ég vita hver er áður en ég skrifa meira um skólastofurnar í gaggó í Borgarnesi.
Þá fyrst skal ég skrifa meira......
Það er laugardagskvöld og við að bíða eftir söngvakeppninni sem er sú fjórða í röðinni og síðasta og þá verður bara eftir að velja úr þeim lögum sem eru valin frá hverju kvöldi.....sum lögin eru hræðilega léleg önnur mjög góð eins og gengur.
Veðrið er mjög gott hér, bara eins og apríl.....og hana nú, en þið öll sem skrifið kommentar takk fyrir að þið skrifið, það er gaman að ykkur og endilega haldið áfram, annars skrifa ég ekki...
Prenumerera på:
Kommentarer till inlägget (Atom)
51 kommentarer:
Við Elli vorum að horfa á sænsku keppnina og lögin tvö sem mér fannst flottust komust áfram... Jey! :) En lögin tvö sem mér fundust síst komust í andra sjansen. Hvað fannst ykkur?
Þessi tvö voru best, hún Carlotte Perenilli er sú sem vann þegar Island var númer tvö. Þetta er svo furðulegt að fólk getur hringt mörgum sinnum, svo það er ekki verið að kjósa lagið heldur fólkið.
Þetta var síðasta keppninn af fjórum, þessi tvö og bara 2-4 önnur er góð....
Hver er "bryllinn á bakkanum"
Svo er það skólinn í Borgarnesi.
Mér fannst nú Guðmundur (maðurinn hennar Hildar) alltaf vera betri teiknari,hann teiknaði alltaf jólatöfluna fyrir "Litlu Jólin" ef ég man rétt og sagði draugasögur þegar rafmagnið fór af.Mér fannst Hildur alltaf vera frekar leiðinleg og fráhrindandi
Hahahahah... alltaf gaman að vera kölluð Brillinn á Bakkanum... þ.e.a.s ef þið eruð að tala um mig... og ég skil alveg hvernig þetta sænska drasl(kommentakerfið þitt Ingibjörg) virkar því ég er ekki Anonym heldur BRILLINN Á BAKKANUM... HAHAHAHAH, mér finnst þetta óborganlega fyndið
Það er gott að Brillinn sé kominn framm og sé ennþá á bakkanum blessaður kallinn HAHAHAHAHA alveg óborganlegt
Já HAHAHAHAHAHAHAAAAAAAAAAAAAAA.. alveg óborganlegt.. og hafðu það!!!!
Það er eflaust komið í ljós hver Bryllinn á bakkanum er, eftir mikið dektivdjobb.....þá er það bara hver er "ANONYM"? sem kann ekki að skrifa nafnið sitt...
þar sem brillinn er kominn út úr skápnum og Anonym kann ekki að skrifa nafnið sitt.Væri ekki góð hugmynd að snúa sér að fyrri bissness og ræða fortíðina í Gaggó í Borgarnesi
Nei ANONYM engin fortíð fyrr en þú hefur lært að skrifa nafnið þitt...og þá verða sko sögurnar úr gaggó í Borgarnesi sagðar.
Í öllum góðum sögum er ein persóna óþekkt þar til í síðasta kaflanum og sú persóna er yfirleitt kölluð Anonym í sænskum sögum
Sá sem er óþekktur í sænsku sögunum eða bara öllum sögum er yfirleitt "morðinginn".....
Og anonym...þetta er ekki skemmtilegt lengur.
Þá er bara sjálf hætt og ég bið bara að heilsa.
Þarna kom dálítið....sennilega kvenkyns, eftir síðasta komment að dæma...og hefur verið í Gaggó í Borgarnesi...þér verður fyrirgefið ef þú skrifar hver þú ert. Erfitt að skila kveðju frá einhverjum sem maður ekki veit hver er.
Þessi kvenkyns Anonym veit ekki hver Brillinn á Bakkanum er... heldur að það sé einhver kall :)
wow bara komin með tvo stalkera...
haha..
Auðvitað var ég í Gaggó í Borgarnesi, var ég ekki búinn að segja að mér þótti Hildur alltaf frekar fráhrindandi.
Stalker
Jú.....
Ég hef búið svo lengi í útlandinu að ég þekki ekki orðið "Stalker"
Þú ættir að skrifa nafnið þitt í staðin.....
Kanski getur Heiðrún hjálpað þér með það hvað "Stalker" þýðir.
Annars kann ég nú bara betur við "Anonym"
Annars hvað hét hann þessi strákur sem þú varst að slá þér upp við frá Akranesi á þessum tíma.Var hann ekki einhverveginn tengdur Jóns Úlfars fjölskyldunni.
Það hjálpar ekki með nafnið á honum því hann er fráfallinn, tenging við vissa fjölsk...ja, kanski...þetta fer að verða ansi nærgöngult hjá þér, fram með nafnið þitt eða eitthvert kennileyti...
Ekki Anonym að hann væri fallinn frá hvenær gerðist það.Anonym man nú ekki einusinni hvað hann hét.
En aftur að skólamálum í Borgarnesi fyrir um það bil 40 árum eða svo
þar sem þú ert verðlaunaður "þýskunemandi" hvernig er þýskan.
Ein spurning Anonym....sem kannt ekki að skrifa nafnið þitt...
ertu kvenkyns eða karlkyns?
Önnur svör færðu þegar ég fæ þitt svar.....Takk
Það er nú spurning hvort fólk sem veit ekki hvað það heitir getur vitað hvors kyns það er ;)
Hverrt kyn spyr konan
Eigum við ekki bara að segja kynlaus
það minnir allavega svolítið á hvernig kynlíf Anonym hefur lifað síðastíðin árin.
Yfir kaldan eyðisand
einn um nótt ég sveima
nú er horfið norðurland
nú á ég hvergi heima
og þetta eru nú orð Kristjáns fjallaskálds
var það ekki bryllinn á bakkanum sem orti
Barnið kendi barni barn
barnaskap skal halda
að barnið barni barn
barnið barnar valla
HAHAHAHAHAHAHAAAAAAAAAAAAAAA.. alveg óborganlegt eða þannig sko
Spurning til anonym:
Hefur þú upphafsstafina S R ??
Ef svo er máttu gjarnan skrifa mér á e-mail:
pitta13@hotmail.com
Svo núna verður Anonym sennilega að hætta að skrifa hérna þar sem hann hefur ekki uphafsstafina SR
Stóð þetta ekki einu sinni fyrir Sementsverksmiðja Ríkisins áður en Dabbi gaf allt í burtu.
Hvernig væri nu að fara blogga meira
ég hætti nuna þangað til við höfum nýtt blogg
Ég held að þú sért ekki alveg að fatta Anonym að það er ÞÉR að kenna að hérna kemur ekki blogg. Og ég móðgast nú bara þegar það er gert lítið úr manni eins og þú hefur verið að gera hérna í kommentunum... það er ekki mér að kenna að þú vitir ekki hver Brillinn á Bakkanum er og alla sólarsöguna í kringum það að vera kölluð þetta... og ég var að beina því að mér þætti þetta óborganlega fyndið til eiganda bloggsins og hennar dætra.. sem vita væntanlega söguna á bak við þetta nafn.
Stórt takk...Brillinn á bakkanum fyrir þetta....sem er alveg eins og talað út úr mínum munni eða skrifað með mínum fingrum.
Það er hægt að finna út hver anonym er med dálítilli tækni svo núna set ég allt í gang....er að byrja að gleyma öllu úr Gaggó ef þetta heldur svona áfram.
Einhverstaðar rakst Anonym á þetta komment og undirskriftin var Brillinn á bakkanum
"Það er bara allt að verða vitlaust á bloggi móður þinnar...ég veit nú ekkert alveg hvernig ég á að taka þessu... svo er þetta örugglega einhver sem maður þekkir.":-)
Anonym er nú ekki sammála Brillanum um það að það er ekki henni að kenna að Anonym viti ekki hver hún er. Anonym veit ekki hver hún er vegna þess að hún hefur aldrei kynnt sig.
Anonym er ekki hérna til þess að móðga Brillann á bakkanum svo að ef Brillinn er svolítið hörundssár þá tekur Anonym enga ábyrgð á því :-) HAHAHAHAHAHAHAAAAAAAAAAAAAAA.. alveg óborganlegt eða þannig sko
Og það að kenna Anonym um bloggleysið er alveg út í hött (það mætti halda að Anonym væri stjórnmálamaður eins og hann talar núna) Svo hættið þessu væli og BLOGGIÐ.
Jæja kallinn.. þetta er bara allt að gera sig.. allir kátir og svona.
Mér finnst núna forvitnilegt að Anonym var á blogginu hennar Jennyjar sem er læst... sem gerir Anonym að einhverjum mjög nákomnum Jenny, þar sem það fá ekki ALLIR að lesa bloggið hennar.... ekki satt
Hvernig væri nú að skoða e-malið sitt áður en þú læsir herlegheitunum kona góð
Og svona í sögulokin hver er brillinn er hún kannski um það bil að verða 61 árs gömul í sumar.
Jæja, þá er komin játning....hver anonym er:.....Smári nokkur i USA.
Ég hélt lengi vel að þetta væri hann, en flaskaði á íslenskunni, fanst íslenskan allt of rétt skrifuð til að það væri hann. Ég, Jenny og Stefanía hafa rætt þennan mann en allar verið sammála um stafsetninguna....ertu í íslenskunámi eða ertu með Púka? Eða ertu bara svona góður í tungumálinu eftir svona mörg ár? Ég er sjálf orðin léleg í málinu á til að snúa við orðunum eða skrifa í öfugri röð.
Svo er spurninginn....á ég að fyrirgefa Anonym eða Smára þetta allt? Ég er nú þekkt fyrir að vera ekki langrækin, svo ef hann skrifar undir þá verður þetta í lagi og ég get skrifað meira....og hana nú.
Ef þú Smári surfar í fleiri fjölskyldumeðlimum getur þú fundið út hver Brillinn á bakkanum er....
dálítill aldursmunur á þinni hugmynd hver viðkomandi er....
Ha ha ha....
Brillinn já - hvur skyldi það vera.... ha ha ha...
En mér var næstum því hætt að standa á sama hver væri að fylgjast svona vel með bloggunum í fjölskyldunni, sérstaklega þar sem hann var greinilega með aðgang að læsta blogginu hennar Jennýjar.
Ég gæti nú komið með smá vísbendingar um það hver ég er Smári minn. Ég er EKKI 61 árs... ég er mjög skyld þér en þekki þig samt ekkert þar sem ég var ekki mjög gömul þegar þú fluttir út. Ég er kölluð Brilli af einstaka manneskjum og þar er Iris fremst í flokki ásamt honum Ægi sem bjó á efri hæðinni. Geturu lesið eitthvað út úr þessu??
Ég er ekki í íslenskunámi hérna úti og ekki hef ég púka,heldur hef ég bara farið yfir þetta áður en ég birti þetta þar sem ég hef alltaf reynt að tala og skrifa íslenskuna rétt svo er það annað mál hvort það hafi tekist allavega hafa villst inn ófáar villurnar.Annars hef ég haft gaman af að stríða þér,en hélt reyndar að þú myndir nú fara að fatta þetta sérstaklega vegna þess að ég hafði aðgang að Jennýar bloggi og það eru ekki margir sem muna svona minningar sem ég var að drag upp.
Brillinn er ég ekkert nær um, man ekki eftir Agli á efri hæðinni og veistu hvað það eru margir ættingjarnir sem ég þekki ekki neitt.s
Ég er jafn skyld þér Smári og manneskjan sem kallaði mig þetta í upphafi hér á blogginu!!!
Nú er þetta orðið verulega gaman...... : )
Sammala....bara gaman...en endilega Smári skrifadu nafnid undir.
Svo er bara ad blogga...reyna ad muna eitthvad ur Gaggó.
Þetta er nú orðið ansi fjörugt mál... og fjörugra en fólk heldur sko! Í gærkvöldi kíkti ég á tölvupóstinn minn og þar fann ég heilmiklar umræður um anonym og Brillann :)
Sko nú get ég ekki lengur skrifað undir nafni, er búin að reyna í ÞRJÁ DAGA svo ég er farin að skilja Smára!
En þetta er allavega frá mér en ekki Smára!
Jenny Jo
Og hverjir voru að ræða þetta vandamál Jenny sem er farið að kalla Anonym & Brillinn á tðlvupóstinum þínum
Það voru nú bara Brillinn sjálfur og litla systir þín sem áttu í umræðum um hið stóra Brilla/anonym mál :)
Jæja er þá ekki tími til að líta framá veginn og byrja líta til baka og skrifa um Gaggó
Þetta er nú orðið ansi skuggalegt.. þegar það er talað um stóra...málið þá er það yfirleitt í tengslum við fíkniefni. Maður verður að fara að passa sig... hehe. Og Smári.. viltu fleiri vísbendingar?? Ég er í mestu sambandi við Stefaníu af þínum systkinum... meira að segja meiru sambandi held ég heldur en við föður minn... sem er einnig bróðir þinn. Jæja... ferðu nú ekki að fatta þetta???
Ég er nætum búin að gleyma hvernig ég logga mig inn til að blogga....en núna eru 48 kommentarer og mitt númer 49...hver verður númer 50?
Ég reyni að bæta úr þessu á morgun.
Núna er ég í tiltekt, skipta um gardínur og á rúminu og skipuleggja í skápunum....mikið að gera á stóru heimili.
Þetta er algjört met...næstum 50 kommentar...verður næsta eins mikið? Ég efast nú um það...
ÉG krefst þess að fá verðlaun fyrir að vera númer 50 og einnig fyrir að eiga svona stóran þátt í því að kommentin urðu svona mörg.... Ingibjörg hvað fæ ég er verðlaun?????Þú getur kannski bara sent mér eldhúsinnréttinguna þína.. mér sýnist hún passa prýðilega inn í eldhúsið mitt.. það væru fín verðlaun
NR 50+
Ég fann út Brillinn = Brynja og bakkinn=Laugarbakki svo föður þinn er að leggja í hann til Tælands svo það eru að leysast öll stóru málinn á þessum slóðum
Skicka en kommentar