lördag 29 mars 2008

Matreiðslan

Jæja, þá er að halda áfram eftir mikið púl að finna út vissa persónu sem vildi endalaust vera anonym og það vil ég ekki samþykkja. En úr því þetta var minn eigin bróðir er þetta fyrirgefið í þetta sinn.
Ég var áður búin að ákveða hvaða skólastofu ég ætlaði að skrifa um næst en núna hefur þetta bara horfið frá mér, en ég geri tilraun......matreiðslan.
Þetta var alltaf mjög gaman að fara í matreiðslutímana, því við fengum að gera mat sem við fengum svo að borða sjálf og kökur sem maður bakaði fékk maður að taka með sér heim.
Halldís heitir hún sem var kennarinn, mjög indæl að mínu mati og hún var svo virðuleg alltaf og maður bar stóra viringu fyrir henni, hún var svo dugleg.
Matreiðslustofan var með 3-4 eldavélum og svona skápum og vaski í hverju og öllum tilheyrandi áhöldum. Fyrst þegar við vorum yngri þurftum við að sauma okkur svuntu og skuplu (man ekkert annað nafn) í handavinnu sem var til framtíða notkunnar við matseldina, við vorum með svona stífaða kappa...heitir það, á hausnum sem eiginlega maður fattaði ekki hvaða tilgangi það þjónaði, en sennilega til að varna að hárið dytti í pottana, en það var engan vegin þannig því hárið á manni var út um allt fyrir því.
Maður byrjaði alltaf tíman á að setjast í hóp og hún fór yfir matlagningu dagsins og svona um hollustu og það, svo var okkur skipt í hópa og einn hópurinn var í eldhúsi nr 1 og s frv. og einn hópur að baka, við vorum ca 3-4 í hverjum hóp minnir mig. Mér fannst mest gaman að baka.....(hef sennilega bakað yfir mig því núna baka ég aldrei, nema vöfflur).
Nú þegar við vorum búin að gera matinn var alltaf viss hópur sem lagði á borð með dúk á og flott og svo var maturinn serveraður eins og á veitingahúsi, svo maður lærði margt á einu bretti og enginn fékk að ropa eða gera neitt sem ekki var fínt. Nú svo var uppvaskið á eftir, eftir kúnstarinnar reglum, ekki bara að ruppa þessu af nei sko, síðan áttu hver áhöld fyrir sig að vera á sínum vissa stað eftir lista sem var í hverri skúffu og skáp. Allt var tékkað á eftir að allt væri í röð og reglu....ég er þannig ennþá þetta situr í get ég sagt, allt í röð og reglu í skúffum og skápum.....en engir listar samt ha, ha, ha.
Þegar ég var unglingur eða 14 ára minnir mig var ég svo skotin í strák í götunni og við vorum oft með öllum krökkunum í götunni úti að leika á kvöldin.....og einu sinni þegar ég var búin að baka góða köku sem var svona hvað hét hún nú aftur.....sandkaka, getur það verið (jólakaka án rúsína) og með svona bleiku flórsykurkremi yfir.....og auðvitað vildi ég bjóða kærastanum (Henry) í kaffi eða kakó og þessa fínu köku og mömmu fannst þetta mjög góð hugmynd, svo hann kom og fékk að smakka á minni fínu köku.....ég gleymi því aldrei hvað ég var montin að honum fanst kakan svo góð.
Einu sinni var það að við fengum að bjóða strákunum í bekknum í mat þegar við höfðum gert matinn og þetta var svo gaman og flott, þeir komu allir uppábúnir í sínum fínustu fötum og settust til borðs og við bárum fram matinn, þetta var veruleg veisla og þeir voru svo ánægðir með matinn og eftirréttinn sem að mig minnir var rísalamanda eða sítrónufromance.....mig minnir að strákarnir hafi ekki verið í matreiðslu á mínum tíma, en þínum Smári?????
Svo voru nú líka hræðilegir tímar þar sem sumir gerðu at og þannig, eins og þegar Halldís einu sinni var kölluð í síman í miðjum tíma, þá voru vissar tvær stelpur sem voru þær svæsnustu að mínu mati, nefni engin nöfn, en t.d. sýslumannsdóttirinn og önnur sem vann lengi í KB, en ég er ekki 100% viss að ég muni rétt, nú þær voru að baka gerbrauð og hnoða og þá þegar Halldís fór í síman notuðu þær tækifærið og byrjuðu að henda gerdeginu á milli sín og upp í loftið og það festist í loftinu og kom ekki niður fyrr en Halldís var komin til baka....ekki hefði ég viljað vera í þeirra sporum þarna....ekki fanst mér þetta sniðugt fyrr en mörgum árum seinna....
Þetta voru skemmtilegir tímar......

29 kommentarer:

Anonym sa...

Jú strákarnir í mínum árgangi var í matreiðslu allavega eitt árið og þá bara hálfan veturinn en hinn tímann vörum við í smíðum með Sverri Vilbergs Ég verð að segja Matreiðslan var einn skemmtilegasti tíminn að mér fannast.Halldís var kennarinn (var eða er? hún ekki konann hans Silla Ara) og var afskaplega indæl og bókin sem farið var eftir hét "Unga Stúlkan og Eldhússtörfin" seinna meir breytt í "Unga Fólkið" Mitt eintak var merkt Ingibjörgu en ég fékk aldrei neitt nýtt fékk bæði skólabækur og föt frá mér eldri systkynum (ég átti erfiða æsku)en ekki þurftum við að sauma neitt fyrir þennan tíma og ekki man ég eftir að hafa boðið neinum eða einum í mat en kökurnar tókum við heim.Og öllu reyndum við að stela.Halldís varð venjulega að hálf leita á okkur að eplum og svoleiðis í endanum á tímunum (náttúrulega ekki mér þar sem ég var með eindæmum þægur og góður nemandi) :)
Það var eitt af okkar systkynunum sem mest lærði af Matriðslutímumunum og þessvegna er hann Geiri enn á lífi en hans konan var einu sinni beðinn að hita upp soðnar kartöflur eitt kvöldið þegar mamma var að vinna í sláturhúsinu og allir aðrir fjölskyldumeðlimir að vinna og hún setti kartöflurnatr í pott og kveikti undir en gleymdi vatninu og það er heppni að húsið stendur enn og við átum kvöldmat á kartaflna.

Anonym sa...

Ha, ha, ha. Þetta með kartöflurnar endurtók sig hjá Jenny einu sinni í Keflavík, en hún átti nú ekki að hita upp soðnar kartöflur, heldur sjóða hráar.....liturinn á þeim skipti um lit og urðu þær svartar og ekki sérlega góðar.
Skrítið að þú hafir bókina mína því ég er með mína matreiðslubók sem heitir Unga stúlkan og eldhússtörfin....það var kanski sú nýrri, nema þú hafir skilað minni aftur......Gott að þú hafir verið fyrirmyndar nemandi:-)

Anonym sa...

Heyrðu mamma! Svona áttu ekki að muna sko! Ég hef það þó mér til málsbóta að ég var upptekin við lærdóminn og bara steingleymdi að lækka undir kartöflunum :) Ég á pottinn ennþá, hann bar ekki varanlegan skaða af þessu ævintýri ;)
Manstu nokkuð eftir því þegar ég var ekki að læra og ákvað að athuga hvað það væri hægt að ýta á marga takka á sjónvarpinu í einu?
En bókin Litla stúlkan og eldhússtörfin... ég hef nokkrum sinnum gluggað í þá skruddu og finnst hún alveg snilld. Af hverju vissi ég ekki að þú ættir hana?

Anonym sa...

Já, eða Unga stúlkan jafnvel... :)

Anonym sa...

Ég er ekki með bókina en mig minnir að það hafi verið þitt eintak.Og það er alveg rétt hja Jenny þetta er frábær bók ég myndi alveg eiga eitt eintak,Er ekki einn rétturinn í henni kallaður Ítlaskur kjötréttur en það var lambakjötsbitar í mikilli tómatssósu

Anonym sa...

Smári þú ert með lélegt minni... ég er lélegur kokkur, manstu þú grenntist og grenntist þegar þú áttir að borða matinn minn - líka Gummi. En Geiri lét sig hafa það að borða matinn minn og hann fékk skeifugarnasár..... ha ha ha.
Það var Ellert sem lærði mest - var alla vega í uppáhaldi hjá Halldísi (eða Malldísi, eins og hún var stundum kölluð).
Í sambandi við kartöflurnar.... ég var 9 ára - og hafði soðið þær í hádeginu og það hvarflaði ekki að mér að það þyrfti vatn þegar maður hitaði þær... en ég fattaði það þegar lyktin var um það bil að verða óþolandi - pabbi spurði svo hvaða blettir væru á kartöflunum - þá fór ég að grenja.....

Anonym sa...

Bræður mínir voru svo áhugasamir í matreiðslu hjá Halldísi að þegar kom að mér þá ætlaði hún auðvitað að yfirfæra þetta á mig... eitt sinn var próf og ég átti að steikja súpukjöt (kannski það hafi verið ítalski rétturinn Smári) og ætlaði að fara skella kjötinu á pönnuna þegar Halldís vindur sér að mér og hvíslar að ég eigi að þvo kjötið fyrst. Ég skellti kjötinu undir vatnskranann og sá útundan mér hvernig Halldís stundi og af látbragðinu að dæma, þá var ég VONLAUS....
En Ungu stúlkuna og eldhússtörfin á ég ennþá og notast stundum við uppskrift af smjörkremi (bls. 101).
Einnig hef ég í hávegum að "það má bera matinn fram í pottunum ef þeir eru fallegir" - eins og segir í bókinni góðu.

Anonym sa...

gvööööð hvað þið eruð gömul.. djók sko

DJÓK!!!!!!

var að grínast mar... dísööösss... má maður ekkert grínast eða?

gvöð..

þetta var svo tvíburinn óþroskaði sem fékk að skrifa smá. Aldrei aftur by the way.
Matreiðslutímarnir voru mis skemmtilegir hjá mér, en alltaf var maður stoltur að fá að fara með eitthvað heim. Og ég man eftir þegar ég fór með bollur eða eitthvað í vinnuna hennar mömmu í keflavík, og fékk að sýna að ég hefði bakað. Þá var ég stolt:)

Anonym sa...

Þessi matreiðslubók var alveg frábær og er mikið notuð hjá mér, en með svona svörtu mjúku plasti utanum, en þá var alltaf sett utanum bækurnar svo þær urðu ekki ljótar, mín er þannig ennþá. Meir að segja voru leiðbeiningar hvernig maður á að þvo hendurnar í upphafi bókar og margt fleira.
Jú, Heiðrún, mamma þín var líka voða stolt og montinn þegar þið komuð til að sýna mér baksturinn.
Jenny ég man ekki þetta með sjónvarpið....en ég man þegar Heiðrún var tínd um miðja nótt????

Anonym sa...

Það er gult plast utanum mína bók : )

Anonym sa...

Jaaaaá... ég man eftir svörtu bókinni :)
Við skulum bara ekkert vera að rifja þetta upp með sjónvarpið, ég skammaðist mín ekkert smá!
En það var sko ekki mér að kenna þegar Heiðrún týndist! :D

Anonym sa...

Jenny hérna er bannað að byrja að segja sögu og hætta svo við,svo út með sjónvarpssögurnar og Heiðrúnu týnda.Heiðrún ef ég man rétt þá ert þú fædd 7 febrúar 1979 sem þýðir að þú ert 29 ára og það get ég sagt þér eftir 30 eru árin helmingi styttri svo þú munnt ná okkur fljótt.

Anonym sa...

Mig vantar þessa bók er hún ekki til ennþá.

Anonym sa...

Nja... ég kannski segi þessar sögur á blogginu mínu einhverntímann :)

Anonym sa...

Eitt frábært skeði í gær...það var til ÝSA í fiskborðinu og ekki bara svona pínulítið flak, það var almennilegt svo ég keypti eitt flak. Stig hefur ekki verið sérlega fyrir fisk, en lax elskar hann eftir að ég byrjaði að hafa hann (nýjan)svo hann samþykkti að prófa ýsyna og féll algjörlega fyrir henni svona nýrri...nú ég ætlaði að kíkja í mína svörtu bók eftir einhverri góðri uppskrift en bókin var ekki þar sem hún átti að vera, en ég leitaði ekki voða vel, ég er viss um að ég er með hana...kemur í ljós. En ýsan var góð, smjörsteikt með örtsalti á, ekkert annað og soðnar kartöflur.

Anonym sa...

Það vildi ég að ég gæti farið út í búð og keyft nýjan fisk en það er svona að búa 1600 km frá sjó svo þetta er bara frosið og svosem ágætt en sá nýji er betri

Anonym sa...

Ég fékk soðinn rauðmaga hjá gömlu hjónunum í kvöld..... hef aldrei smakkað svoleiðis áður en það var bara ágætt.
Geiri brosir ennþá....

Anonym sa...

Það var nú kominn tími til að smakka rauðmaga kominn hátt á fimmtugsaldurinnkona góð
Svo ertu að segja að þú sért hætt að setja upp frekjusvip og grenja að þér þykir þetta vont áður en þú smakkar hlutina.Bara spyr

Anonym sa...

ég er ekkert feimin lengur við að smakka mat sem ég hef ekki borðað áður... er löngu vaxin uppúr því - en ég er löööngu hætt að grenja.

Annars held ég að það hafi verið mesta fjörið í matreiðslutímum hjá Ellerts árgangi - þeir fleygðu mjólkufernum á milli borða og krydduðu matinn sérsaklega sem Halldís fékk....

Anonym sa...

Þær sögur sem ég hef heyrt af ykkur systkinum hafa verið óborganlegar... hvernig væri nú að þið tækjuð ykkur saman og söfnuðuð þessum sögum á einn stað?

Anonym sa...

hver vill skrifa og safna?

Anonym sa...

Hvaða sögur er verið að tala um ég hef ekki neinar til að segja frá, við vorum öll vel upp alinn og óskaplega þæg sem börn :-)
Nema einhver vill vera svo vænn að spyrja Ellert hann hefur kannski eitthvað að segja

Anonym sa...

Ég skal safna :)

Anonym sa...

Frábært Jenny....góð jólagjöf til gömlu hjónanna ha, ha, ha. En hvernig er það???? Lesa Ellert, Skarphéðinn og Víðir bloggin okkar?
Einhver þarf að benda þeim á það...svo fleiri skrifi líka. Og allir geta sent til Jenny...ligga ligga lá, ljómandi verður gaman þá.

Anonym sa...

Ég get ekki tekið þátt - man aldrei neitt....

Anonym sa...

Vitleysa....þú manst helling bara ef við byrjum:-)
Ég er að safna kommentorum...hvernig er þetta med brillinn á bakkanum, sefur hún?
Meira að segja Iris hefur bloggað.

Anonym sa...

Ég mun fylgjast með úr fjarlægð og kannski leiðrátta ef rangt er farið með en ég mun ekki skrifa þar sem ég er með eindæmum lélegur penni

Anonym sa...

öh....

Mig vantar svona eldheitan kropp til að hafa í skápnum mínum í vinnunni...

Anonym sa...

já karlmenn eru best geymdir inni í skáp, getum þá klæðst þá þegar við viljum;) ka erta meina annars? er þetta óþroskaði tvíburinn aftur? ...En með þessa móður fjölsk. held að "klikkuðu" krakkarnir (þessir sem ég var hrædd við )skemmti sér best í skóla...