Í framhaldi af öllu um matreiðslunám, langar mig að gera smá könnun meðal ykkar.......
Hvað hreinsið þið oft bakarofninn hjá ykkur?
...það er þessi sem er undir eldavélinni (eða upp á vegg einhversstaðar)?
Hvernig hreinsið þið hann, ég meina með hverju? Spreyin sem voru til einu sinni eru ekki umhverfisvæn.....stórhættuleg.
Er það auðvellt og gaman?????
Hvað á ég að skrifa um næst?
Prenumerera på:
Kommentarer till inlägget (Atom)
12 kommentarer:
Ég þríf nú bara ofninn þegar mér finnst hann vera orðinn skítugur, veit nú ekki hvað það er oft. Mér finnst hann reyndar aldrei verða skítugur nema við grillum í honum kjöt og það gerist mjög sjaldan þar sem við eigum þetta líka prýðilega kolagrill á okkar prýðilegu svölum.
Ég nota einhvern ofnahreinsi, held hann heiti Mr. Muscle og er alger óþverri, ég myndi alveg vilja finna efni sem hægt er að nota og draga andann á sama tíma.
Auðvelt, já oftast... Gaman? Nei.
Ég þríf minn ofn ekki oft - enda nota ég yfirleitt pott þegar ég steiki eitthvað í honum - en ég man ekki hvað ég nota til að þrífa hann, lílega það sama og Jenný en svo þurrka ég bara með blautu þess á milli, kannski með uppþvottalegi eða bara Super 10.
Mér finnst að þú eigir að skrifa næst um það þegar mamma hjálpaði til að fela Fanney...
Eða var það ekki þannig?????
Eru allir svona skömmustulegir og þora ekki að svara um ofninn????
Ég verð að viðurkenna að ég geri það allt of sjaldan og bölva svo yfir kæruleysinu þegar ég endanlega læt verða af því, sérstaklega út af þessum efnum sem maður er að spreya inn í hann.
En ég er búin að fá gott ráð sem er hægt að nota og er alveg frábært. Var í sjónvarpinu hér um daginn.
Blanda "sápu" sem heitir såpa hér, líkt og grænsápa, en mig minnir að hún hafi verið mjög þykk, svo hún rann ekki....en blanda tvo hluta sápu og einn af vatni í svona spreyflösku, spreya í ofninn kaldan, kveikja á honum á 150 gráður dálítinn tíma og svo skola með blautri tusku....frábært og maður getur andað...
Núna getið þið kommenterað..verst að brillinn á bakkanum er erlendis.
Stefanía...ég er líka með Alzeimer light...man ekki eftir þegar mamma hjálpaði Fanney......
hvað er anonym
það er eins með mig eins og fleirri ég hata að þrífa ofnin er meira segja að hugsa um að kaupa nyja eldavél til að þurfa þess ekki en mun sennilega speya þessum óþverra inní hann og hala niðri andanum.
Svo Stefanía verður að byrja að blogga fyrir þig vegna þess að þu hefur Alzeimer á byrjunarstigi.
Mér sýnist þú vera búinn að fá þér nyjan Anonym hver er það
Mér sýnist að eftir að ég kom fram undir nafni þá kunni ég ekki lengur að skrifa rétta íslensku.
anonym er "leyni" Eða???
Anonym er nafnlaus :)
Mamma, ertu komin með nýjan anonym? :D
Nei engan nýjan....það er bara einhver sem ekki skilur orðið..en sem getur skrifað nafnið sitt.
ég þríf alltaf ofna þegar ég skila íbúð, en aldrei þar á milli. Hef ekki búið nóu lengi á hverjum stað til að finnast ég þurfa að þrífa í millitíðinni. Er það ðakk eða?
Þá ertu að komast í riskzoon Iris!!
Búin að búa leeeennnnngi í húsinu.
Ég var einu sinni í sömu sporum og Íris... þ.e.a.s. alltaf að flytja svo þá þurfti ég alltaf að vera að þrífa helv... ofnana
En þetta með Fanney, er þegar hún var með Ragga.... annars man ég ekki þessa sögu - hélt ekki að þú værir með alsæmer...
Skicka en kommentar