Jæja, er kanski komin tími á blogg, ef maður nennir að halda áfram við þessa iðju (er iðja med Y)?
Eins og fyrirsögnin segir er sumarfríið búið að þessu sinni, og þá 14 og hálf vika til næsta.
Þetta frí var alveg dásamlegt, það var svo gaman að fá Heiðrúnu, Irisi og Kola hingað, bara vantaði Jenny þá hefði þetta verið fullkomið.
Farið var í Sommarland einn heilan dag og það var svo fínt veður allan tíman þar til lokun, en þá byrjaði að hellirigna og það ekkert smá, svo maður varð rennandi blautur bara að hlaupa í bílinn, en bílastæðin eru það stór að það var spotti þangað.
Svo var verslað og aftur verslað, Heiðrún stakk af til Noregs og var þar í viku, en við vorum búin að fara á ströndina og bursla áður. Sem sagt æðislegur tími og Koli er svo góður og ánægður, lék daglega við Emelie vinkonu sína og þau eru frábærlega góðir vinir.
Veðrið var sí og svo, bæði mjög gott og rigning og bara mátulegt, hitabylgjan kom þegar þau voru farin heim, hitabylgjan var þó nokkuð heit, var þetta 30-32 stig og 25 á næturnar, þetta var í tvær vikur svo maur gatekki gert neitt nema vera á strönd og kæla sig í vatninu og var þetta met hjá mér að vera á strönd...4 daga í röð og í vatninu líka sko.
4 ágúst byrjuðum við að vinna og ég hafði slappnað svo vel af í fríinu að ég var búin að gleyma hvernig ég átti að tengja tölvuna, svo húsvörðurinn hló vel að mér...:-) en eftir bara fyrsta daginn var eins og ég hafði aldrei verið í fríi, en við vorum svo heppin að þessir dagar voru rigningardagar, svo þetta gekk mjög vel.
Núna er bara að vonast til að fólk í ættinni seú hætt að flytja og geti byrjað að skrifa ný blogg og svo höldum við áfram eins og frá var horfið í vor.
Vonandi hafið þið það gott og verið nú dugleg við að kommentera, eða þannig.