lördag 9 augusti 2008

Sumarfríið búið :-(




Jæja, er kanski komin tími á blogg, ef maður nennir að halda áfram við þessa iðju (er iðja med Y)?



Eins og fyrirsögnin segir er sumarfríið búið að þessu sinni, og þá 14 og hálf vika til næsta.



Þetta frí var alveg dásamlegt, það var svo gaman að fá Heiðrúnu, Irisi og Kola hingað, bara vantaði Jenny þá hefði þetta verið fullkomið.
Farið var í Sommarland einn heilan dag og það var svo fínt veður allan tíman þar til lokun, en þá byrjaði að hellirigna og það ekkert smá, svo maður varð rennandi blautur bara að hlaupa í bílinn, en bílastæðin eru það stór að það var spotti þangað.
Svo var verslað og aftur verslað, Heiðrún stakk af til Noregs og var þar í viku, en við vorum búin að fara á ströndina og bursla áður. Sem sagt æðislegur tími og Koli er svo góður og ánægður, lék daglega við Emelie vinkonu sína og þau eru frábærlega góðir vinir.
Veðrið var sí og svo, bæði mjög gott og rigning og bara mátulegt, hitabylgjan kom þegar þau voru farin heim, hitabylgjan var þó nokkuð heit, var þetta 30-32 stig og 25 á næturnar, þetta var í tvær vikur svo maur gatekki gert neitt nema vera á strönd og kæla sig í vatninu og var þetta met hjá mér að vera á strönd...4 daga í röð og í vatninu líka sko.
4 ágúst byrjuðum við að vinna og ég hafði slappnað svo vel af í fríinu að ég var búin að gleyma hvernig ég átti að tengja tölvuna, svo húsvörðurinn hló vel að mér...:-) en eftir bara fyrsta daginn var eins og ég hafði aldrei verið í fríi, en við vorum svo heppin að þessir dagar voru rigningardagar, svo þetta gekk mjög vel.


Núna er bara að vonast til að fólk í ættinni seú hætt að flytja og geti byrjað að skrifa ný blogg og svo höldum við áfram eins og frá var horfið í vor.
Vonandi hafið þið það gott og verið nú dugleg við að kommentera, eða þannig.

9 kommentarer:

Anonym sa...

já þetta var fínt frí.. bara rosalega takk fyrir mig..
Skil ekki hvernig Stig nennti þessu öllu... alveg frábær.
:)

Anonym sa...

Ég er líka búin í sumarfríinu mínu - reyndar á ég helling eftir, því ég tók bara rétt rúmar fjórar vikur - tek svo tvo daga í næstu viku þegar við Geiri förum í okkar árlega veiðitúr til Ragga : )
Annars var fríið fínt, aldrei verið betra veður - sá meira að segja töluna 28,7 gráður og það á Íslandi.... var í 2 vikur með ömmugullið mitt og hann fékk hlaupabóluna og það ekkert smá.... en samt æðislegt frí.

Anonym sa...

sammála þarsíðasta ræðumanni... var svo gaman að koma til þín. Mér fanst veðrið fullkomið.)

Anonym sa...

sumafríin búinn það eru frettir og svo er ekki nema 14 vikur í næsta ég held að það se ekki hægt að kvarta yfir þessu.
annars hef ég bara tekið tvær vikur og mun taka aðra í september og mun sennilega flytja restina yfir til næsta árs sem er um 2 vikur
hérna hefur verið nokkuð gott veður siðastliðnar tvær vikur þetta um 25 á daginn og fer niður í 12 á nottunni sem er alveg dásamlegt en áður var þetta 35 á daginn og 25 á nottunni sem er hreinasta kvöl serstaklega þegar ég vinn úti og þarf að klaæast síðbuxum og ermalangri skirtu og ma ekki bretta ermarnar upp,svo eftir 20 min uti lyktar maður eins og heilt svinabu

Anonym sa...

þetta a´tti að vera merkt mer

Anonym sa...

Ég er búin að sjá það eftir þetta sumar að ég kann best við gamaldags íslenskt sumar.... það er búið að vera of heitt þetta sumarið. Fínt að hafa svona 18 stig yfir daginn - ekki mikið meira.

Anonym sa...

Það er bara af því þú ert ekki vön hitanum, það er svo gott þegar það er upp til 25 á daginn, en of mikið þegar það er 30. Næturnar mega ekki vera yfir 20 stig....
Gaman að þið skrifið....

Anonym sa...

Jæja núna er verið að spá fyrstu haustlægðinni á Íslandi... og ég að fara í veiðitúr - típískt !!!!
Fer til Ragga eins og undanfarandi ár : )

Anonym sa...

hætt að blogga?