Þetta fer að verða árstíðabundin bloggsíða helg ég.
Ætla að skrifa smá um haustið, sem er svo fallegt, allir litir í náttúrunni hér er alveg dásamlegt. Það eru þúsundir lita í trjánum, fallegasti tíminn þannig, en á sumrin eru öll tré græn, fyrir utan þau sem eru rauð og blásvört.
Í dag er 12 október og glaðasólskín og næstum logn...
Við vorum að kaupa okkur svona, ég veit bara ekki hvað það myndi heita á íslensku, það var aldrei til svona heima, nema kartöflugarðar, þar sem maður átti garð og ræktaði kartöflur, hér er það garður og ákveðin stærð á lóð með smá húsum á sem maður getur búið í við tilfelli. Við ætlum nú kanski ekki að rækta mikið en kanski kartöflur og gulrófur og rabbarbara, við fáum bara að sjá til, ekki ætlar maður að eyða öllu sumrinu í að krjúpa í garðinum og hreinsa og klippa og vökva, ekki gera of mikla vinnu.
Við keyptum þetta til að geta haft garð og smá sumarhús, því þótt svalirnar okkar séu frábærar þá er það kanski smá lítið heilt sumar....þetta sumarhús er hér í bænum, tekur bara 15 mín að hjóla svo þá getum við farið og grillað og drukkið lítið rauðvín með og svo bara hjólað heim að sofa. En húsið hefur alveg pláss til að geta sofið ef maður finnur eitthvað heppilegt til að sofa á og tekur ekki of mikið pláss. Við höfum rafmagn og neysluvatn inn hjá okkur en það hafa ekki allir. Svo rennur áin alveg við garðinn, alveg frábærlega fallegt þarna, bara eins og að vera upp í sveit. Svo er að sjá til hvort myflugurnar eru óþolandi á kvöldin svona alveg við árbakkan, en við verðum bara að borða hvítlauk þá vilja þau ekki blóðið í okkur.....
Við skruppum til Islands 11 september, en þá var ódýrast að fljúga, hvort það eru afleiðingar af 11 september í NY veit ég ekki en það var miklu dýrara fimmtudaginn fyrir og eftir, og það var svo þægilegt flug. Var bara allt of stutt viðkoma eins og venjulega en við ætlum að bæta úr því og vera plága á ættinni eitt sumar....látum ekkert vita svo þið getið ekki flúið landið eða heimilið eins og sumir gera þegar við komum.....nefnum engin nöfn nema Rakel og Heiðrúnu:-)
Núna ætlum við að skreppa í sumarhúsið og taka með okkur kaffi á hitabrúsa og snúða, Pernilla dóttir Stigs kemur með Juliu og Freyu til að skoða, en við fengum bústaðinn á föstudagskvöld og erum búin að fá túlípanalauka í gjöf, svo þeim þarf maður að pota niður í moldina og njóta þeirra svo í vor.
Núna er svo næsta bið eftir jóla og nýársferðinni í sólina, sem er mikið tillhlökkunnarefni.
Svo er bara að sjá hvort einhver les þetta blessaða árstíðablogg hjá mér, hver veit nema ég skerpi mig og blogga oftar.....aldrei að vita.
15 kommentarer:
Vá bara nýtt blogg....
Koloni-ið ykkar er svo flott - hlakka til að sitja þar með þér einhvern tímann í framtíðinni og drekka rauðvín í kvöldsólinni..... það verður kannski árið 2015 - þá verður kannski hægt að fá gjaldeyri aftur.
já nefna enginn nöfn já.. þetta var svo ofsalega óheppilegt að ég óvart fór til norges þegar þið komuð... en hey... þið höfðuð þá bíl í staðin:)))
en annars er hugmynd að fara kaupa gull hérna á landinu og selja það bara uti í stað þess að reyna fá eitthvað beint fyrir isl krónuna.. hvernig haldið þið það myndi ganga? ha...
Stefanía, við verðum bara að vona að það þurfi ekki að biða svo lengi þar til þú kemur...en rauðvínið verður til fyrir því:-)
Heiðrún, ef til er gull þá auðvitað að kaupa það ef það er á góðu verði, en taskan gæti verið of þung í flugvélinni:-)
Það var æðislegt að hafa bíl og það sjálfskiptan....
Mér líst vel á að þið ætlið að vera plága á okkur hér á skerinu... gerið það bara sem fyrst :)
Bíddu nú við og aftur bíddu nú við,las ég þetta rétt? " það tekur bara fimmtán mínutur að hjóla í sumarhúsið " Þessi vegalengd er svona 5 City blokkir í burtu eins og Kaninn segir( hann myndi nú aldrei fara að leggja það á sig að hjóla þetta heldur taka sinn tveggja tonna trukk og eyða allavega 2 gallonum af gasi aðra leið )Ég verð nú að segja það það er hægt að taka rauðvínssull með sér í almenningsgarð til að drekka og spara sumarhúsakaupin.
Litli bróðir...það á ekkert að vera að drekka þarna í neinu magni, bara njóta þess að grilla og þannig sko....típískur kani sem nennir ekki að hjóla þessa stuttu vegalengd:-)en þú ert ekki þannig er það nokkuð?
Hér fær maður ekki að vera með vínsull í almennisgarði, öllu hellt niður eða tekið og maður fær að sækja það daginn eftir hahaha.
Hér kaupum við frekar sumarhús en að missa alla peningana í ástandinu.....
Ég get kommentað :)
En bara ef ég set inn vefsíðu... undarlegt.
Mér er hálf kalt núna, var að koma inn úr myrkurmyndatöku úti í móa... og það er 10 stiga frost, logn og alveg stjörnubjart. En kuldinn, brrrrr!
Ekki sagði ég að ég mundi taka trukkinn, og ætlaði ég að láta heldur líta út eins og að um væri að ræða endalaus drykkjupartý en það var bara svo að einhver nefndi rauðvín og kvöldsól svo mér fannst bara tilvalið að nota almenninggarða til þeirra nota,aftur myndi eg aldrei fara í svoleiðis garða hérna eftir að skyggja tekur þar sem fólkið sem sækir þá á þeim tíma er ekkert vingjarnlegt,Svo ég og hann bróðir minn í Svergie byggðum pall fyrir aftan husið hja mer (þegar hann var hérna) og þar sit ég og nýt sólarlagsins (án rauðvínssulls)með kaffi.En svona okkar á milli eru ekki svalir á húsinu þínu
Afhverju gat ég ekki send mitt comment með nafni það tókst alls ekki
Er svíinn kannski orðinn eins og helv. bretinn vill ekki sjá neitt íslenskt
Smari
Þetta er mjög furðulegt að geta ekki kommenterað án þess að setja inn webbsíu...ég vreð bara að hætta þessu..
Ingibjörg
Hætta þessu? Nei nei...
Hérna er ekkert um að vera
Smari
P.S Hvernig væri að setja út leiðbeiningar hvernig á að setja inn athugasemdir undir nafni
Ég bara skil ekkert í af hverju þetta er svona núna. Gengur ekki eins og áður að skrifa með nafni, nema setja in webbadressu. Jenny kom með þá hugmynd að maður skrifi bara www.mbl.is þá gengur það. Prófaðu það Smári.
profa
Skicka en kommentar