lördag 22 november 2008

Facebook

Blogg....hvað er nú það? Það virðast allir vera hættir að blogga, eða að mestu, allir eru á Facebook. Ég er þar nú líka, en verð að segja að ég skil ekki alveg allt þar, en samt gaman að skoða hvað aðrir segja og allar myndir sem fólk leggur út. Ég hef orðið næstum alla mína móðurætt þar, sem er meiriháttar......nenni bara ekki að vera þar úti alltaf. Kolla það heldur ekki í vinnunni, enda má maður ekki gera það, ekki heldur MSN.
Það var í fréttunum í gær að fyrirtækjaeigendur og yfirmenn geta fylgst með hvað starfsfólkið gerir á vinnutíma á netinu og það er vít mjög mikið, svo fólk hefur verið kallað í viðtal hjá forstjóra til að láta viðkomandi vita að stóri bróðir sjái hvað hann gerir á vinnutímanum, ekki gott mál, auðvitað á maður að vinna þegar maður er á fullu kaupi, hitt þarf maður að gera bara heima.....eða hvað finnst ykkur?
Núna eru bara 4 vikur þar til við förum til Kanarí um jól og nýár, svo við bíðum spennt eftir að komast úr kuldanum og myrkrinu og geta hlíjað okkur í sólinni og labbað í sandinum eftir allri ströndinni. GOTT
Læt þetta duga því allir eru svo uppteknir á Facebook og láta bloggið mæta afgangi...nei nei ég er bara að stríða ykkur, Jenny og Brynja eru ennþá duglegar við þetta, svo endilega haldið áfram.

3 kommentarer:

Anonym sa...

Já facebook mar :D

Anonym sa...

svo hvar er þessi facebook account sem þú hefur
og hvað þýðir þessi setning "Kolla það heldur ekki í vinnunni, " Ég er sammála því að þegar við erum á launum á maður að vera vinn ekki að djöflast á einhverjum heima síðum allavega og í minni vinnu er fólk rekið ef það er að fara inná síður þar sem þeir eiga ekki að vera það er allt í lagi með frettir og svoleiðis.svo ég læt þetta allt eiga sig svo mín vinnutalva í bílnum er bara notuð fyrir vinnu

Anonym sa...

Já, Smári, ég er trúlega orðin dálítið sænsk í tali og skrift..."Kolla" er í raun kíki ekki í vinnunni, eða athuga þetta ekki í vinnu....
þú þarft nú að spurja einhvern annan en mig um Facebook....er svo klikkuð í því. Það er mest unga fólkið og svo nokkrir af þessu gamla setti eins og ég, Stefanía og Helga Birkis hahaha sem erum með.