söndag 20 maj 2007

Næstum mánudagur, en samt sunnudagur 2 vikum seinna

Hvernig fer maður að þessu? Að bara skrifa aðra hverja viku.....kanski bara ágætt, svo þið fáið ekki leið á mér.
Þann 14 maí mundi ég allt í einu eftir að það var fermingardagur minn fyrir all löngu, sagði við Stig að það eru 30 ár síðan ég fermdist 1967, en hann var ekki alveg sáttur við það, svo ég varð að gefa mig....það voru hvorki meira né minna en 40 ár.....trúið þið þessu? Það mátti nú reyna??
Það var nú voðalega gaman þegar ég fermdist....Rakel (eldri) nefnilega kom mér á óvart í veisluna, ég vissi ekkert, en hún var búin að vera AuPair í London næstum eitt ár, svo þetta var mjög sérstakt fyrir mig...ég fékk bláan blúndunáttkjól frá henni, sem var ekkert smá flottur. Öðru man ég ekki svo mikið eftir, nema tertum og fullt af þeim, jú ég var í gullkjól og átti gullkápu í stíl, það voru fermingarfötin mín.

Hvernig hefur gengið með bílinn minn???? Hann er ennþá hér niðri á bílaplaninu, hann hefur ekki ákveðið sig ennþá drengurinn, samt er hann búin að hringja og tékka hjá Toyota verkstæðinu og þar fékk hann upplýsingar að það þarf að skipta um kamreim þegar bíllinn er keyrður 120 000 km og það kostar bara 3 þús (sænskar) og svo þarf hann að fara í gegnum tékk líka sem líka kostar 3 þús, svo honum fannst það ekki svo mikið....en getur ekki ákveðið sig. Skiptir engu máli fyrir mig.....ennþá.
Síðan síðast hefur verið leiðinlegt veður, mikið um rigningar og "storma" alveg ótrúlegt, en það hlítur að fara að læja, sólin er búin að skína í 2 daga en þetta helv....rok.
Næsta helgi er furðuleg, nefnilega bara hálf hvítasunnuhelgi, en stjórnin tók í fyrra burtu annan í hvítasunnu til að geta haft sænska þjóðhátíðardaginn (6 júní) rauðan í staðinn...alveg furðulegt að taka helgardag burtu þegar 6 júní er færanlegur....hefðu getað tekið einhvern annan burtu eins og 6 janúar (þrettándann) það er eins dagur eða þannig.
Nei, best að skrifa ekki of mikið í einu, reyna heldur að skrifa fyrr næst...eða hvað finnst ykkur?

5 kommentarer:

Anonym sa...

40 ár síðan þú fermdist? Það er nú ekkert... það eru 21 ár síðan elsta dóttir þín fermdist! ;)

Anonym sa...

Loksins las einhver bloggið mitt..takk Jenny

Anonym sa...

Ég er ekki svo vön að kommentera á mitt blogg....Smári segir að hann geti það ekki. Getur einhver skýrt út fyrir honum hvernig hann á að gera. Núna er ég að prófa þetta sjálf.
Held að maður eigi að setja pungt hér neðan i miðjuna=övrigt, þá þarf maður ekki að hafa leyniorð eða hvað það heitir. Bara skrifa nafnið sitt og svo ýta á þann oransa knappinn...nú nú prófið þetta þá kanski fæ ég kommentar.

Anonym sa...

Er ekki Smári ansi góður í að haka í Anonymous? ;)
Mér finnst allavega ekki flókið að kommenta hér, ég haka bara í Other (punktinn í miðjunni) og skrifa svo nafnið mitt... þarf ekki að gera neitt annað.

Anonym sa...

Jenny havaða áróður er þetta manneskja ég hef aldrei falið hver ég er allavega hefur þu ekki átt í erfiðleikum að skoða IP addressur og hef ég ekki komið inn undir henni :-)
Annars man ég eftir því þegar fermingin fór fram fyrir um það bil 40 árum Og meira segja man eg eftir kjólnum og hvernig var það fekkstu ekki líka í fermingargjöf fyrstu instantmyndavelina sem var framleidd í heiminum það þurfti að skifta um peru í flassinu í hverskifti sem mynd var tekinn og svo þurfti að bera eitthvað á myndina eftir að hun þornaði
Þetta var aftru í fornöld það má nu segja