söndag 6 maj 2007

Sunnudagur

Tími fyrir nýtt blogg eða hvað?
Ég hef bra ekkert að skrifa um, nema að ég ætlaði að selja bílinn minn og Stig líka sinn og ætluðum svo að kaupa einn nýrri saman, óþarfi að vera með tvo bíla þegar minn stendur í bílskúrnum allan veturinn......Einn vinnufélagi hans var áhygasamur fyrir hans bíl en svo var hann of ryðgaður og Ford Mondeo að auki....svo hann varð áhugasamur á minni Toyota Avensis, svo við tókum okkur ferð á hendur síðustu helgi til Karlskoga (25 km) til að sýna gripinn, jú honum leist mjög vel á gripinn en er víst vanur að taka sér langan tíma til að ákveða sig, svo ætlaði hann að hringja og athuga með ýmislegt eins og kambreim og fleira. Ég set á hann 65 þúsund sem er hlægilega lágt en það er bara vel fyrir ofan mat víst en bílasölur hafa þá miklu dýrari og ef ég myndi láta hann upp í annan bíl á bílasölu fengi ég ekki mikið fyrir hann. Nú hann er enn að hugsa sig um......svo ég hef keyrt hann nokkrum sinnum, hef ekki sett á hann bensín síðan í febrúar en það kláraðist um daginn.....enda bensín dýrt. Fór í heimsókn til konu í hinum endanum á bænum eitt kvöld og þegar ég ætlaði heim vildi ekki bíllinn koma með, vildi ekki starta, svo það var bara að hringja eftir Stig og ná í mig og við reyndum að ýta bílnum út úr innkeyrslunni því frúarbíllinn var fyrir innan, það var myrkur svo við létum hann bara bíða þar til daginn eftir og þá startaði þessi elska með startköplum.....en ég þurfti að kaupa nýjan geymi, svo núna er hann fullkominn. Svo er bara að sjá hvað skeður, en þetta eru víst bestu bílarnir segja bílaskoðunnarmenn.....:-)
Annars er bara gott veður, en sólin er dálítið feiminn núna í dag og verður eitthvað næstu daga skilst mér.
Svo er bara að bíða eftir úrslitunum frá Frakklandi...hver verður forseti...kona eða maður?? Ótrúlega spennandi eða hvað?

2 kommentarer:

Anonym sa...


Mér tókst að komast inn á þetta en verður þetta eins og bréfin í gamla daga. Rosalega ertu dugleg að kunna þetta. Ég verð að læra þetta svo ég verði manneskja með mönnum. Hvenær hefur þú tíma í þetta? Bless
steina

Anonym sa...

eitt orð svo þú vitir. ég ÞEGAR ég kem máttu alveg gefa mér bílinn þinn sko ef þú getur ekki lostnað við hann, okey?;)