Ef einhver vill senda jólakort.....
Ég lofaði víst að vera duglegri í "vetur" að skrifa í bloggið, en það er engin vetur ennþá, ekki hér, bara svona mjög fallegt og gott haust.
Þessa viku er ég inni í nokkrum bekkjum og svara spurningum um Island og segja frá Islandi því þessi árgangur lesa um Island. Stundum er það mjög gaman, krakkarnir mjög áhugasamir og spurja og spekulera mikið, hafa verið dugleg að lesa um allt mögulegt, en síðasti bekkur var ekkert sérstakur, þau voru ekki mikið áhugasöm yfirleitt. Ég hef gert nokkara settningar á ísl sem eru flestar líkt sænskunni og svo nokkrar sem eru með ísl stöfum og ekkert líkt, svo þau fá að reyna að þýða þetta og er alveg frábært hvað þau geta þetta rétt, svo í raun eru tungumálin ekki svo langt frá hvort öðru.
Núna erum við búin að búa okkur inn í nýju íbúðina en eigum samt langt í land. Stig tæmdi hús upp á 147 ferm og miklu var hennt og gefið á svona "loppis" sem er selt og allt rennur í góðan sjóð til hjálpar börnum og fleira. Afgangurinn var í geymslu en það er bara vandamálið hvað maður á að gera við þetta allt, hann er frekar lélegur að "henda" vill hafa þetta og þetta áfram, en ég hendi grimmt miklu, enda hef ég ekki fest mig við mikið dót, bý ekki svo lengi á sama stað.....svo aukaherbergið er ennþá fullt af dóti, samt erum við búin að fara með 3-4 bíla fulla af dóti til loppis og förum með 2 í dag.....svo einhverntíman verður hægt að vera í herberginu......en manni finnst þetta aldrei ætla að taka enda. Verst að dætur mínar eru svo langt í burtu, því þá gætuð þið kanski tekið eitthvað af því sem maður vill ekki henda fyrr en þið sagt ykkar.....eins og handsaumaðar myndir, sem hafa verið til síðan þið voruð litlar, en ég ætla að koma þeim fyrir í geymslunni, því við ætlum að hafa flest nýtt, því við viljum það, sameiginlegt dót.
Ég er léleg að vara á Msn heima nú orðið, svo þið vitið, en ekkert mál ef þið sendið sms þá kem ég í tölvuna, erum nefnilega með svona lausa tölvu (hvað heitir það) og hún verður svo fljótt batterílaus.....ef við höfum hana oppna lengi.
Einn mánuður þar til við förum í sólina í tvæf vikur og það er mjög mikið tillhlökkunnarefni til að geta hvílt sig eftir erfiðan tíma undanfarið með að gera upp heila íbúð og svo fluttningurinn og allt sem því fylgir.....
Núna hef ég skrifað á fullum launum og er það örugglega harðbannað en ég er ein svo engin sér mig nema stóri bróðir núna......
Læt þetta duga núna......
onsdag 21 november 2007
lördag 3 november 2007
Erum flutt
Þá erum við flutt, búin að sofa í nýju fínu íbúðinni í eina viku og SUNNUDAGUR Á MORGUN.
Það er svo flott hjá okkur, allt nýtt eða þannig, ný betrekk á öllum herbergjum, nýmálað baðherbergi, sem er reyndar bara til bráðabyrgða, því það á að gera alsherjar viðgerð eða hvað það nú heitir, eftir nokkur ár, þ e a s skipta um öll rör och afrensli og þá verður allt gert upp svo þá flísaleggjum við og þannig. Við skiptum um skáphurðir í elshúsinu og í ganginum, svo ég málaði allar hillur frá botni og upp í þak og svo komu duglegir menn með glænýjar skáphurðir, settum nýja borðplötu úr massívri eik og ný blöndunnartæki og vask, rosalega flott. Keyptum nýtt eldhúsborð og stóla líka svo þetta er glæsilegt hjá okkur...ættuð bara að koma og skoða.
Það er laugardagur 3 nóvember og það er æðislegt veður, hefur verið glampandi sól í allan dag svo við sátum á svölunum í sólbaði í kaffitímunum.....
Svo núna er laugardagskvöld og við að fara í kirkjugarðinn til að kveikja ljós fyrir foreldra Stigs og ég fyrir Njál, en það er ekki sami kirkjugarðar, annar er hér og hinn í Karlskoga, en það er svona dagur fyrir látna, þar sem allir heimsækja grafir og setja kransa, blóm og kveikja ljós, fallegur dagur.
Læt þetta duga núna......og lofa að verða duglegri ívetu r að skrifa á bloggið.
Það er svo flott hjá okkur, allt nýtt eða þannig, ný betrekk á öllum herbergjum, nýmálað baðherbergi, sem er reyndar bara til bráðabyrgða, því það á að gera alsherjar viðgerð eða hvað það nú heitir, eftir nokkur ár, þ e a s skipta um öll rör och afrensli og þá verður allt gert upp svo þá flísaleggjum við og þannig. Við skiptum um skáphurðir í elshúsinu og í ganginum, svo ég málaði allar hillur frá botni og upp í þak og svo komu duglegir menn með glænýjar skáphurðir, settum nýja borðplötu úr massívri eik og ný blöndunnartæki og vask, rosalega flott. Keyptum nýtt eldhúsborð og stóla líka svo þetta er glæsilegt hjá okkur...ættuð bara að koma og skoða.
Það er laugardagur 3 nóvember og það er æðislegt veður, hefur verið glampandi sól í allan dag svo við sátum á svölunum í sólbaði í kaffitímunum.....
Svo núna er laugardagskvöld og við að fara í kirkjugarðinn til að kveikja ljós fyrir foreldra Stigs og ég fyrir Njál, en það er ekki sami kirkjugarðar, annar er hér og hinn í Karlskoga, en það er svona dagur fyrir látna, þar sem allir heimsækja grafir og setja kransa, blóm og kveikja ljós, fallegur dagur.
Læt þetta duga núna......og lofa að verða duglegri ívetu r að skrifa á bloggið.
Prenumerera på:
Inlägg (Atom)