lördag 3 november 2007

Erum flutt

Þá erum við flutt, búin að sofa í nýju fínu íbúðinni í eina viku og SUNNUDAGUR Á MORGUN.
Það er svo flott hjá okkur, allt nýtt eða þannig, ný betrekk á öllum herbergjum, nýmálað baðherbergi, sem er reyndar bara til bráðabyrgða, því það á að gera alsherjar viðgerð eða hvað það nú heitir, eftir nokkur ár, þ e a s skipta um öll rör och afrensli og þá verður allt gert upp svo þá flísaleggjum við og þannig. Við skiptum um skáphurðir í elshúsinu og í ganginum, svo ég málaði allar hillur frá botni og upp í þak og svo komu duglegir menn með glænýjar skáphurðir, settum nýja borðplötu úr massívri eik og ný blöndunnartæki og vask, rosalega flott. Keyptum nýtt eldhúsborð og stóla líka svo þetta er glæsilegt hjá okkur...ættuð bara að koma og skoða.

Það er laugardagur 3 nóvember og það er æðislegt veður, hefur verið glampandi sól í allan dag svo við sátum á svölunum í sólbaði í kaffitímunum.....

Svo núna er laugardagskvöld og við að fara í kirkjugarðinn til að kveikja ljós fyrir foreldra Stigs og ég fyrir Njál, en það er ekki sami kirkjugarðar, annar er hér og hinn í Karlskoga, en það er svona dagur fyrir látna, þar sem allir heimsækja grafir og setja kransa, blóm og kveikja ljós, fallegur dagur.

Læt þetta duga núna......og lofa að verða duglegri ívetu r að skrifa á bloggið.

3 kommentarer:

Anonym sa...

Til hamingju með nýja heimilið!
Það væri nú gaman að sjá myndir :)

Anonym sa...

Er með skannerinn með mér svo ég sendi i dag smávegis, gleymdi reyndar að taka mynd í baðherberginu...kemur bara seinna.

Anonym sa...

kvitt! frábært hjá ykkur:)