lördag 29 mars 2008

Matreiðslan

Jæja, þá er að halda áfram eftir mikið púl að finna út vissa persónu sem vildi endalaust vera anonym og það vil ég ekki samþykkja. En úr því þetta var minn eigin bróðir er þetta fyrirgefið í þetta sinn.
Ég var áður búin að ákveða hvaða skólastofu ég ætlaði að skrifa um næst en núna hefur þetta bara horfið frá mér, en ég geri tilraun......matreiðslan.
Þetta var alltaf mjög gaman að fara í matreiðslutímana, því við fengum að gera mat sem við fengum svo að borða sjálf og kökur sem maður bakaði fékk maður að taka með sér heim.
Halldís heitir hún sem var kennarinn, mjög indæl að mínu mati og hún var svo virðuleg alltaf og maður bar stóra viringu fyrir henni, hún var svo dugleg.
Matreiðslustofan var með 3-4 eldavélum og svona skápum og vaski í hverju og öllum tilheyrandi áhöldum. Fyrst þegar við vorum yngri þurftum við að sauma okkur svuntu og skuplu (man ekkert annað nafn) í handavinnu sem var til framtíða notkunnar við matseldina, við vorum með svona stífaða kappa...heitir það, á hausnum sem eiginlega maður fattaði ekki hvaða tilgangi það þjónaði, en sennilega til að varna að hárið dytti í pottana, en það var engan vegin þannig því hárið á manni var út um allt fyrir því.
Maður byrjaði alltaf tíman á að setjast í hóp og hún fór yfir matlagningu dagsins og svona um hollustu og það, svo var okkur skipt í hópa og einn hópurinn var í eldhúsi nr 1 og s frv. og einn hópur að baka, við vorum ca 3-4 í hverjum hóp minnir mig. Mér fannst mest gaman að baka.....(hef sennilega bakað yfir mig því núna baka ég aldrei, nema vöfflur).
Nú þegar við vorum búin að gera matinn var alltaf viss hópur sem lagði á borð með dúk á og flott og svo var maturinn serveraður eins og á veitingahúsi, svo maður lærði margt á einu bretti og enginn fékk að ropa eða gera neitt sem ekki var fínt. Nú svo var uppvaskið á eftir, eftir kúnstarinnar reglum, ekki bara að ruppa þessu af nei sko, síðan áttu hver áhöld fyrir sig að vera á sínum vissa stað eftir lista sem var í hverri skúffu og skáp. Allt var tékkað á eftir að allt væri í röð og reglu....ég er þannig ennþá þetta situr í get ég sagt, allt í röð og reglu í skúffum og skápum.....en engir listar samt ha, ha, ha.
Þegar ég var unglingur eða 14 ára minnir mig var ég svo skotin í strák í götunni og við vorum oft með öllum krökkunum í götunni úti að leika á kvöldin.....og einu sinni þegar ég var búin að baka góða köku sem var svona hvað hét hún nú aftur.....sandkaka, getur það verið (jólakaka án rúsína) og með svona bleiku flórsykurkremi yfir.....og auðvitað vildi ég bjóða kærastanum (Henry) í kaffi eða kakó og þessa fínu köku og mömmu fannst þetta mjög góð hugmynd, svo hann kom og fékk að smakka á minni fínu köku.....ég gleymi því aldrei hvað ég var montin að honum fanst kakan svo góð.
Einu sinni var það að við fengum að bjóða strákunum í bekknum í mat þegar við höfðum gert matinn og þetta var svo gaman og flott, þeir komu allir uppábúnir í sínum fínustu fötum og settust til borðs og við bárum fram matinn, þetta var veruleg veisla og þeir voru svo ánægðir með matinn og eftirréttinn sem að mig minnir var rísalamanda eða sítrónufromance.....mig minnir að strákarnir hafi ekki verið í matreiðslu á mínum tíma, en þínum Smári?????
Svo voru nú líka hræðilegir tímar þar sem sumir gerðu at og þannig, eins og þegar Halldís einu sinni var kölluð í síman í miðjum tíma, þá voru vissar tvær stelpur sem voru þær svæsnustu að mínu mati, nefni engin nöfn, en t.d. sýslumannsdóttirinn og önnur sem vann lengi í KB, en ég er ekki 100% viss að ég muni rétt, nú þær voru að baka gerbrauð og hnoða og þá þegar Halldís fór í síman notuðu þær tækifærið og byrjuðu að henda gerdeginu á milli sín og upp í loftið og það festist í loftinu og kom ekki niður fyrr en Halldís var komin til baka....ekki hefði ég viljað vera í þeirra sporum þarna....ekki fanst mér þetta sniðugt fyrr en mörgum árum seinna....
Þetta voru skemmtilegir tímar......

lördag 1 mars 2008

Gaggó??? Nei ekki enn.....

Gaggó í Borgarnesi....
Þegar ég var lítil (minni) fannst mér gaman að vera í skólanum, við vorum heppin með að skólinn í Borgarnesi var góður skóli, að mér fannst.
Við höfðum teikningu á stundaskránni og það var uppáhalds efnið mitt í barnaskólanum og landafræði....Teiknikennarinn var Hildur og hún var voða duglegur teiknari, fallegt allt sem hún gerði, og hún teiknaði svo oft á töfluna með litakrítum. Ég man ekki hvort hún var landafræðikennarinn líka, en það hlítur að vera. Við vorum að læra um Svíþjóð og ég var nú sérstaklega áhugasöm um það land því Njáll frændi bjó þar. Hún var að segja okkur frá Göta kanal (skipaskurðinum) og þetta var mjög flókið mál með þennan skipaskurð, en hann var þvert í gegnum Svíþjóð frá Gautaborg til Stokkhólms og öfugt, en hún teiknaði þetta allt á töfluna með sínum litakrítum, allar þessar tröppur og útskýrði þetta mjög vel, svo áhugi minn kveiknaði um þennan skipaskurð og ég ákvað þá að þangað ætla ég að koma einhverntíman.....og það gerði ég, sem allir vita og hana nú......og meira að segja silgdi þennan skipaskurð en ekki samt alla leið gegnum landið.
En þetta átti nú ekki að vera umræðan í kvöld, en það er kvöld hjá mér núna. Anonym vill að ég skrifi um fleiri skólastofur í skólanum, en ég vil vita hver anonym er fyrst....mömmusystir er ég búin að fá að vita hver er, ég á bara tvær mömmusystur og ekki held ég þetta sé Björg....þótt anonym hafi ekki skrifað nafnið sitt. En hinn aðilinn sem er anonym vil ég vita hver er áður en ég skrifa meira um skólastofurnar í gaggó í Borgarnesi.
Þá fyrst skal ég skrifa meira......
Það er laugardagskvöld og við að bíða eftir söngvakeppninni sem er sú fjórða í röðinni og síðasta og þá verður bara eftir að velja úr þeim lögum sem eru valin frá hverju kvöldi.....sum lögin eru hræðilega léleg önnur mjög góð eins og gengur.
Veðrið er mjög gott hér, bara eins og apríl.....og hana nú, en þið öll sem skrifið kommentar takk fyrir að þið skrifið, það er gaman að ykkur og endilega haldið áfram, annars skrifa ég ekki...