söndag 16 december 2007

Jólakveðjur

Bráðum koma blessuð jólin....
dagur eitt....
og allt það með tilheyrandi hangikjöti og uppstú...
Við erum að fara á laugardaginn í sólina, nennum ekki að vara í jólastressi, viljum bara slappa av og hafa það næs. Borðum samt hangikjöt...ekki út af því að það VERÐI að vera, bara svo mikið lokað á aðfangadag og erfitt að komast að á veitingastað þetta kvöld, allt á tvöföldu verði og þannig líka, svo Jenny og Elli voru svo sniðug og suðu hangikjöt og tóku með sér og settu í frystinn...svo þarf bara að kaupa í uppstúf "Harina" sem er hveiti, maður þorir ekki að taka með hveiti í poka og setja í töskuna, gæti verið áhætta og að sitja innilokaður öll jólin af því að ransóknarstofur eru lokaðar yfir hátíðirnar til að ransaka þetta litla hveitimagn....nei þá er nú betra að vera á öruggu hliðinni og bara kaupa eitt kíló á staðnum og henda áfgangnum.....
Svo takið því nú mjög rólega yfir hátíðirnar, borðið ekki of mikið af sætum kökum, en góðan mat og njótið hvors annars, takið frmm spilin og leikið við krakkana.
Gleðileg jól öll sömul og gott nýtt ár.
Ingibjörg og Stig-Lennart

onsdag 21 november 2007

Stenstaliden 2 A

Ef einhver vill senda jólakort.....
Ég lofaði víst að vera duglegri í "vetur" að skrifa í bloggið, en það er engin vetur ennþá, ekki hér, bara svona mjög fallegt og gott haust.
Þessa viku er ég inni í nokkrum bekkjum og svara spurningum um Island og segja frá Islandi því þessi árgangur lesa um Island. Stundum er það mjög gaman, krakkarnir mjög áhugasamir og spurja og spekulera mikið, hafa verið dugleg að lesa um allt mögulegt, en síðasti bekkur var ekkert sérstakur, þau voru ekki mikið áhugasöm yfirleitt. Ég hef gert nokkara settningar á ísl sem eru flestar líkt sænskunni og svo nokkrar sem eru með ísl stöfum og ekkert líkt, svo þau fá að reyna að þýða þetta og er alveg frábært hvað þau geta þetta rétt, svo í raun eru tungumálin ekki svo langt frá hvort öðru.

Núna erum við búin að búa okkur inn í nýju íbúðina en eigum samt langt í land. Stig tæmdi hús upp á 147 ferm og miklu var hennt og gefið á svona "loppis" sem er selt og allt rennur í góðan sjóð til hjálpar börnum og fleira. Afgangurinn var í geymslu en það er bara vandamálið hvað maður á að gera við þetta allt, hann er frekar lélegur að "henda" vill hafa þetta og þetta áfram, en ég hendi grimmt miklu, enda hef ég ekki fest mig við mikið dót, bý ekki svo lengi á sama stað.....svo aukaherbergið er ennþá fullt af dóti, samt erum við búin að fara með 3-4 bíla fulla af dóti til loppis og förum með 2 í dag.....svo einhverntíman verður hægt að vera í herberginu......en manni finnst þetta aldrei ætla að taka enda. Verst að dætur mínar eru svo langt í burtu, því þá gætuð þið kanski tekið eitthvað af því sem maður vill ekki henda fyrr en þið sagt ykkar.....eins og handsaumaðar myndir, sem hafa verið til síðan þið voruð litlar, en ég ætla að koma þeim fyrir í geymslunni, því við ætlum að hafa flest nýtt, því við viljum það, sameiginlegt dót.

Ég er léleg að vara á Msn heima nú orðið, svo þið vitið, en ekkert mál ef þið sendið sms þá kem ég í tölvuna, erum nefnilega með svona lausa tölvu (hvað heitir það) og hún verður svo fljótt batterílaus.....ef við höfum hana oppna lengi.

Einn mánuður þar til við förum í sólina í tvæf vikur og það er mjög mikið tillhlökkunnarefni til að geta hvílt sig eftir erfiðan tíma undanfarið með að gera upp heila íbúð og svo fluttningurinn og allt sem því fylgir.....

Núna hef ég skrifað á fullum launum og er það örugglega harðbannað en ég er ein svo engin sér mig nema stóri bróðir núna......
Læt þetta duga núna......

lördag 3 november 2007

Erum flutt

Þá erum við flutt, búin að sofa í nýju fínu íbúðinni í eina viku og SUNNUDAGUR Á MORGUN.
Það er svo flott hjá okkur, allt nýtt eða þannig, ný betrekk á öllum herbergjum, nýmálað baðherbergi, sem er reyndar bara til bráðabyrgða, því það á að gera alsherjar viðgerð eða hvað það nú heitir, eftir nokkur ár, þ e a s skipta um öll rör och afrensli og þá verður allt gert upp svo þá flísaleggjum við og þannig. Við skiptum um skáphurðir í elshúsinu og í ganginum, svo ég málaði allar hillur frá botni og upp í þak og svo komu duglegir menn með glænýjar skáphurðir, settum nýja borðplötu úr massívri eik og ný blöndunnartæki og vask, rosalega flott. Keyptum nýtt eldhúsborð og stóla líka svo þetta er glæsilegt hjá okkur...ættuð bara að koma og skoða.

Það er laugardagur 3 nóvember og það er æðislegt veður, hefur verið glampandi sól í allan dag svo við sátum á svölunum í sólbaði í kaffitímunum.....

Svo núna er laugardagskvöld og við að fara í kirkjugarðinn til að kveikja ljós fyrir foreldra Stigs og ég fyrir Njál, en það er ekki sami kirkjugarðar, annar er hér og hinn í Karlskoga, en það er svona dagur fyrir látna, þar sem allir heimsækja grafir og setja kransa, blóm og kveikja ljós, fallegur dagur.

Læt þetta duga núna......og lofa að verða duglegri ívetu r að skrifa á bloggið.

fredag 21 september 2007

Föstudagur kl 7 að morgni

Jú, það er satt, ég sit hér ein heima og er að bíða eftir að klukkan verði hálf átta, labba þá niður í bæ á fund sem er hjá hæðstu ráðamönnum í skólanum.
Er búin að búa um rúmið, vaska upp og snurfussa það sem hægt er og mig sjálfa. Það er skýjað úti og 13 stiga hiti og rigninginn hangir í loftinu.
Ég ætlaði nú ekki að skrifa um veðrið, leiðigjarnt umræðuefni en sígillt.
Ég hef ekkert að segja, ekki kann ég að yrkja eins og einhverjar stelpur á klóinu......ekki labba ég á Esjuna því hún er allt of langt í burtu......

Þetta með hrútinn?????
Þegar ég var lítil voru margir í Borgarnesi sem voru með kindur á hinum ýmsu stöðum í garðinum hjá sér og höfðum við granna sem var með kindur, en þessu litli hrútur kom ekki frá þeim rollunum heldur var ótiltekinn "ruslamaður" sem að mig minnir sem átti kindur ekki svo langt í burtu, svo á sauðburðartímanum sem var í maí fæddist eitt lamb sem mamman vildi ekki og var svo vesældarlegt svo hann kom með það innvafið í strigapoka til að athuga hvort við gætum ekki reddað lífinu á lambinu...auðvitað var mamma boðin og búin til þess og lambið var sett inn í bakarofn (samt ekki til steikingar) til að fá hita í litla kroppinn...nú þessi hrútur vað æðislega skemmtilegur heimalingur hjá okkur og hljóp um allt inni og úti, skemmtilegur hrútur og allt það...en hann varð voðalega fljótt stór líka og manni var alltaf sagt að heimalingshrútar yrðu mannýgir (heitir það svo?) Svo einn veðurdag var ég að leika við hann og hann allt í einu byrjar að stanga mig meira en hann var vanur og ég hugsaði um þetta orð "mannýgur" og varð hrædd og byrjaði að hlaupa undan og hann á efitr og augum voru svört....ég varð enn hræddari og hljóp inn í eldhús og hann á eftir (hafði ekki tíma til að loka hurðinni) og inn í eldhúsinu voru dyr inn í það sem er núverandi eldhús á Þórólfsgötunni, sem var herbergi og aðrar dyr þaðan inn í stofuna svo það var hægt að hlaupa hring inni og í stofunni (það var reyndar herbergi og það hjónaherbergið.....) svo kom stofan, forstofan og eldhúsið....skiluru....hrútsfjandinn ellti mig og ég hoppaði upp í hjónarúmið til að fela mig en hann hoppaði á eftir og stangaði og svo hlupum við hring eftir hring og hann náði mér ekki alltaf, svo man ég ekki hvernig sagan endaði......er einhver sem man það?
Núna er klukkan að verða labbitúr á fundinn....góða helgi.

söndag 19 augusti 2007

Sunnudagskvöld í myrkrinu...konan í þokunni..

Hvað langar ykkur að ég skrifi um?
Ekki veður, því það er ekkert sérstakt og nóg af því í útvarpi og sjónvarpi.
Ras á börsinum???? Ekkert gaman að tapa peningum (á enga til að tapa)..
Kaupþing sem kaupir erlenda banka? (ég bara veit ekkert um það), lesið bara Moggan.....

Svo endilega komið með tillögur fyrir mig!!!!

torsdag 2 augusti 2007

Fimmtudagur...sko þá er ekki sunnudagur!!

Ég held ég hætti þessu bloggi bara, nenni ekki að vera alltaf að gá hvort einhver hafi lesið (annars fæ ég e-mail í hvert sinn sem einhver kommenterar, bara kemur svo sjaldan).
Búin að kvarta....
Ég fékk verkefni til að leysa í fyrradag.....sem mér fanst dálítið skemmtilegt reyndar...kíkja eftir kúkapokum...ég næstum datt af stólnum þegar ég sá þetta orð, reyndi að hugsa og hugsa...hver er meiningin?? Skýringin kom svosem áður en ég gat klárað að hugsa. Jú að kíkja eftir hundakúkapokum sem er hætt að selja á Islandi (hvað á að gera við skítinn). Nú ég er svo fín af mér að ég fór í dýrabúðina hér í bæ en þessi sort er ekki til þar og ég sagði við konu greyið að ég hafi fengið þetta verkefni og hún bauð mér það sem var til hjá henni 50 poka í búnti á 29 kr en ef ég keypti mikið magn myndi ég fá búntið á 20 kr, mér fannst þetta mjög rausnarlegt boð, en ætlaði samt að kíkja meira. Ekki datt mér í hug að stóru vörumarkaðirnir hér í bæ hefðu svona sérstaka sort enda fór ég ekkert þangað að versla þessa daga.
Í dag var leiðinlegt veður, svona þungskýjað og rigningarlegt svo við ákváðum að eyða næst síðasta sumarfrísdeginum og skreppa til Örebro og þá meðal annas í IKEA. Og viti menn þegar við erum búin í IKEA fórum við í "Mollið" eins og ísl segja, í Örebro og þar var svona stór dýra búð, svo ég ákvað að kíkja á kúkapokana þar.....ekki til þessi sérstaka sort en önnur sort sem líkist að mér fanst (samt eru búntin lokuð svo ég sá ekki og veit ekki hvernig pokarnir líta út) verðið var mjög gott eitt búnt með 60 pokum á 15 kr.....nú ég sms a í flýti til að spurja hvort þetta væri möguleiki og taldi mig vera heppna, jú þetta var góður möguleiki og ég bara skelli mér á einn kassa og fæ 10% afslátt þegar ég kaupi svona mikið og auðvitað var ég mjög heppinn og alsæl með árangurinn....þá er þetta úr sögunni í bili.
Á leiðinni heim þurftum við að kaupa mjólk og fleira smátt og gott og komum við í Konsum markaði (Kaupfélaginu) svo dettur mér í hug að kíkja á hundadeildina (það er ekki góð lykt í þessum búðum/deildum) hvað haldið þið...trommusláttur.......þar er til þessi sort....hvað gera danir þá??????? (þetta eru danskir pokar) 150 pokar í búnti á 30 kr.....en í svona stórmarkaði getur maður aldrei fengið afslátt, svo ég er búin að reikna út að þeir sem ég keypti kostuðu með afslætti 25 aur (sko sænskar) og hinir í Konsum 20 aur....stórtap Jenny.....svo núna er að sjá hvor pokinn er betri.....hvað segir Emil við þessu?

Að öðru efni....ég var búin að fá 99% öruggan kaupanda að íbúðinni minni, tók burtu allar auglýsingar en fleiri hringdu og við neituðum.....hvað gerir konan....hún hættir við og þorir ekki að kaupa íbúðina því hún átti tvö hús og annað var ekki selt, svo hún bara flutti inn í það.....svo núna gáfumst við upp og látum íbúðina til fasteignasala, hann kemur á mánudag til að meta og mynda, þá getið þið farið inn á www.hemnet.se värmland - Kristinehamn - bostadsrätter og skoða og líka kaupa ef þið viljið eiga íbúð til að búa í á sumrin.....lág leiga.
Þannig fór það. En við fáum okkar ca 20 ágúst.
Við byrjum að vinna á mánudaginn.....hafði það gott um Verslunnarmannahelgina.

söndag 22 juli 2007

Sunnudagur í júlí

Hef ekki isl bokstafi, svo tid verdid ad afsaka tad!!!
Ja, svenska sumarid er ekki venjulegt sumar sko, hitinn var i juni tegar madur var enn i vinnu en svo bara for hitinn til Islands og her komu fullt af skyjum og rigningu og mera ad sega ROK. En hingad til hefur verid alveg indislegt samt, Koli kom 20 juni aleinn med fluginu, duglegur ad vanda og var her i godu yfirlaeti i 2 vikur tar til Iris och Frikki komu, ekki tad ad hann hafi ekki verid afram i godu yfirlaeti sko......gaman ad fa mömmu sin. Vid reyndum ad gera allt gott tott vedrid hafi verid ad strida okkur, svo tetta var mjög gott allt saman. Koli hitti her uti fullt af krökkum til ad leika vid og ein stelpan "Emelie" var uppahald og kom teim mjög vel saman allan timan, hann sagdi ad mamma og Frikki maettu fara heim hann vildi vera afram.....en hann var ekki leidur samt ad fara eda tannig:-) Hann byrjadi at tala svenskuna alveg um leid, ekki vandamalid, var svo duglegur ad tyda fyrir Stig-Lennart lika, svo hann fekk helling af isl ordum.

Tölvan okkar lagdi af og bara vildi ekki vera med lengur, allt burtu af henni, engu var bjargad, en allar eda flestar myndir attum vid samt sem betur fer, a geisladiskum. Eg for upp i skola og fekk lanada gamla tölvu svona "lapptopp" svo vid höfum getad fylgst med, en eg hef engar email adressur svo endilega sendid mer ykkar adressur svo eg get sett inn tegar vid faum tölvuna sem vid erum buin ad panta og kemur i agust....annars gerum vid bara gott ur tessu öllu saman.
Vi förum i sma "kryssning" a fimmtudag (26 juli) förum med storu hotelferjunni til Helsingfors i Finnlandi og erum 3 daga i teirri reisu....vonandi verdur gott vedur svo madur geti setid i solstol a dekki og horft a fallega skerjagardinn.
Nuna eigum vid bara 2 vikur eftir af sumarfriinu og svo er timi til ad sumarid komi tegar skolarnir byrja og madur er innilokadur a skrifstofunni, en dagurinn er langur til kvölds, svo tad gerir ekkert til, svo er fri aftur i sol og godu vedri um jol og nyar.....
Eg segi eins og Regina...passid ykkur a myrkrinu...en her er myrkur a kvöldin ca kl 22.00

söndag 3 juni 2007

Hótelhelgi í Stenungsund

Jú og það er líka sunnudagur í dag.....blogga alltaf á sunnudögum :-)

Um helgina bauð ég sambýlismanni mínum (hann átti afmæli) á hótel í 2 nætur á Vesturströnd Svíþjóðar, nánara tilteki' 45 km norður frá Gautaborg....Stenungsund, þar sem er brú yfir á eyju sem heitir Tjörn og fyrir all mörgum árum var skip sem keyrði á brúarstólpan svo brúin bara hrapaði niður og hellingur af bílum líka, verulega óhuggnalegt, margir fórust, sumir bílar náðu að stoppa þegar þeir sáu bara bílana hverfa niður í djúpið. Núna er stór og ný glæsileg hengibrú þarna yfir og við auðvitað keyrðum yfir til að geta sagt að maður hafi verið þar sko á Tjörn.

Hótelið var æðislega flott, alveg við hafskantinn og byggt svona í syllum....

Nú auðvitað hafði ég bókað borð á veitingahúsinu þarna niðri á hafskantinum og var maturinn súpergóður sem við mátti búast eftir verðinu að dæma (næstum íslenskt verð) ekki meira um það......sko.

Á eftir þegar við vorum búin að hlusta á diskó og horfa á fólk koma á pubbinn gáfumst við upp og fórum á herbergið, röbbuðum saman og drukkum rauðvín fyrir svefninn. Nú eftir ca 1-2 tíma svefn heyri ég að það er labbað á syllunni fyrir framam gluggan (syllan var þak á næstu herbergjum fyrir neðan) og heyrðist vel í þessum karlmönnum (óþekktur aldur) enda kanski drukkið mikin bjór á pubbinum.....við vorum með opinn glugga (get ekki sofið við lokaðan glugga) en sem betur fer var öryggislæsing á honum svo það var ekki hægt að opna hann mikið, bara til að fá ferskt loft.....karlmennirnir byrjuðu að hrópa inn um gluggan og spurja hvort þeir megi ekki koma inn...ég varð auðvitað dauðhrædd og sagði þeim bara að hypja sig burtu en þeir sættu sig ekki við það (Stig svaf og ég reyndi ekki mikið að vekja hann ýtti smá við honum en hann bara svaf) svo sagði karlmaðurinn að ég fengi 100 kr ef hann fengi að koma inn, ég svaraði ekki skjálfandi af hræðslu um að þeir bara ýttu inn glugganum, svo buðu þeir 200 kr, en þegar þeir fengu ekki svar fóru þeir sem betur fer því ég ætlaði að hringja á lögguna.....kíkti út um gluggan en þá kom svona sekuritas bíll og ég heyrði ekki meira....þetta var mjög ónotaleg tilfinning sko....en þeir hefðu getað boðið betur því við unnum ekki á hestaveðhlaupið fyrr um kvöldið......næsta nótt var meiri friður, eftir að við höfðum verið í Gautaborg í heimsókn hja´Víði allan daginn, það var æðislega gaman eins og venjulega að heilsa upp á hann. Íbúðin þeirra er meiri háttar flott á 8-9 hæð (fer eftir hvaða landi maður býr í).

Nú svo var bara að fara heim eftir að maður þurfti að tékka út frá hótelinu og keyrðum við til Trollhättan og kíktum á skipaskurðin og akkúrat þá kom fluttningaskip sem passaði akkurat inn í skurðinn....90 metrar á lengd og það er alveg ótrúlegt að sjá þetta flykki lyftast upp í vatninu.

Nú sumarið virðist vera komið var mjög heitt í dag og glampandi sól svo maður ilmar af svitalykt sem mýflugunum líst mjög vel á, en þær koma ekki svona hátt upp eins og á svalirnar hér...enda hef ég ekki séð neina ennþá, sem þýðir ekkert bit.
Var að reyna að leggja in mynd, veit ekki hvort það tókst...kemur í ljós.

söndag 20 maj 2007

Næstum mánudagur, en samt sunnudagur 2 vikum seinna

Hvernig fer maður að þessu? Að bara skrifa aðra hverja viku.....kanski bara ágætt, svo þið fáið ekki leið á mér.
Þann 14 maí mundi ég allt í einu eftir að það var fermingardagur minn fyrir all löngu, sagði við Stig að það eru 30 ár síðan ég fermdist 1967, en hann var ekki alveg sáttur við það, svo ég varð að gefa mig....það voru hvorki meira né minna en 40 ár.....trúið þið þessu? Það mátti nú reyna??
Það var nú voðalega gaman þegar ég fermdist....Rakel (eldri) nefnilega kom mér á óvart í veisluna, ég vissi ekkert, en hún var búin að vera AuPair í London næstum eitt ár, svo þetta var mjög sérstakt fyrir mig...ég fékk bláan blúndunáttkjól frá henni, sem var ekkert smá flottur. Öðru man ég ekki svo mikið eftir, nema tertum og fullt af þeim, jú ég var í gullkjól og átti gullkápu í stíl, það voru fermingarfötin mín.

Hvernig hefur gengið með bílinn minn???? Hann er ennþá hér niðri á bílaplaninu, hann hefur ekki ákveðið sig ennþá drengurinn, samt er hann búin að hringja og tékka hjá Toyota verkstæðinu og þar fékk hann upplýsingar að það þarf að skipta um kamreim þegar bíllinn er keyrður 120 000 km og það kostar bara 3 þús (sænskar) og svo þarf hann að fara í gegnum tékk líka sem líka kostar 3 þús, svo honum fannst það ekki svo mikið....en getur ekki ákveðið sig. Skiptir engu máli fyrir mig.....ennþá.
Síðan síðast hefur verið leiðinlegt veður, mikið um rigningar og "storma" alveg ótrúlegt, en það hlítur að fara að læja, sólin er búin að skína í 2 daga en þetta helv....rok.
Næsta helgi er furðuleg, nefnilega bara hálf hvítasunnuhelgi, en stjórnin tók í fyrra burtu annan í hvítasunnu til að geta haft sænska þjóðhátíðardaginn (6 júní) rauðan í staðinn...alveg furðulegt að taka helgardag burtu þegar 6 júní er færanlegur....hefðu getað tekið einhvern annan burtu eins og 6 janúar (þrettándann) það er eins dagur eða þannig.
Nei, best að skrifa ekki of mikið í einu, reyna heldur að skrifa fyrr næst...eða hvað finnst ykkur?

söndag 6 maj 2007

Sunnudagur

Tími fyrir nýtt blogg eða hvað?
Ég hef bra ekkert að skrifa um, nema að ég ætlaði að selja bílinn minn og Stig líka sinn og ætluðum svo að kaupa einn nýrri saman, óþarfi að vera með tvo bíla þegar minn stendur í bílskúrnum allan veturinn......Einn vinnufélagi hans var áhygasamur fyrir hans bíl en svo var hann of ryðgaður og Ford Mondeo að auki....svo hann varð áhugasamur á minni Toyota Avensis, svo við tókum okkur ferð á hendur síðustu helgi til Karlskoga (25 km) til að sýna gripinn, jú honum leist mjög vel á gripinn en er víst vanur að taka sér langan tíma til að ákveða sig, svo ætlaði hann að hringja og athuga með ýmislegt eins og kambreim og fleira. Ég set á hann 65 þúsund sem er hlægilega lágt en það er bara vel fyrir ofan mat víst en bílasölur hafa þá miklu dýrari og ef ég myndi láta hann upp í annan bíl á bílasölu fengi ég ekki mikið fyrir hann. Nú hann er enn að hugsa sig um......svo ég hef keyrt hann nokkrum sinnum, hef ekki sett á hann bensín síðan í febrúar en það kláraðist um daginn.....enda bensín dýrt. Fór í heimsókn til konu í hinum endanum á bænum eitt kvöld og þegar ég ætlaði heim vildi ekki bíllinn koma með, vildi ekki starta, svo það var bara að hringja eftir Stig og ná í mig og við reyndum að ýta bílnum út úr innkeyrslunni því frúarbíllinn var fyrir innan, það var myrkur svo við létum hann bara bíða þar til daginn eftir og þá startaði þessi elska með startköplum.....en ég þurfti að kaupa nýjan geymi, svo núna er hann fullkominn. Svo er bara að sjá hvað skeður, en þetta eru víst bestu bílarnir segja bílaskoðunnarmenn.....:-)
Annars er bara gott veður, en sólin er dálítið feiminn núna í dag og verður eitthvað næstu daga skilst mér.
Svo er bara að bíða eftir úrslitunum frá Frakklandi...hver verður forseti...kona eða maður?? Ótrúlega spennandi eða hvað?

måndag 30 april 2007

Valborg

Í dag er Valborg, sem þýðir að það er Valborgsmässo afton og þegar er eitthvert "afton" þá er alltaf frí daginn eftir og flestir hætta að vinna um hádegi, þótt þetta sé venjulegur vinnudagur.
En ég tók sumarfrísdag og á morgun er 1 maí.
Kongurinn hér í Sverige á afmæli í dag og óska ég honum til hamingju, hann er 61 árs.
Ég á í erfiðleikum með nýtt blogg, gerði eitt hér um daginn..já mörgum mánuðum síðan, og núna sagði Iris að ég gæti stillt það þannig að allir gætu kommentað...en þá fann ég ekki lausnarorðið til að komast inn þar, svo ég er búin að skrá nýtt blogg núna, en á í sömu erfiðleikum að logga mig inn hér líka, en tókst loksins, en svo hvort mér tekst það næst þegar ég ætla að blogga er annað mál...svo er bara að vita hvernig á að setja upp lenka á mitt blogg svo einhverjir skoði þetta fræga blogg...það er næsti höfuðverkur, þegar Jenny kemur í heimsókn næst reddast það kanski........???
Þið sem rekist inn á þessa síðu...endilega skrifið þótt ekki sé nema eitt og orð og nafn svo ég viti.
Gleðilegt sumar....

Prufa

þetta er bara prufa...búin að gleyma inloggningunni í hitt bloggið, sem var líka nýtt.