Blogg....hvað er nú það? Það virðast allir vera hættir að blogga, eða að mestu, allir eru á Facebook. Ég er þar nú líka, en verð að segja að ég skil ekki alveg allt þar, en samt gaman að skoða hvað aðrir segja og allar myndir sem fólk leggur út. Ég hef orðið næstum alla mína móðurætt þar, sem er meiriháttar......nenni bara ekki að vera þar úti alltaf. Kolla það heldur ekki í vinnunni, enda má maður ekki gera það, ekki heldur MSN.
Það var í fréttunum í gær að fyrirtækjaeigendur og yfirmenn geta fylgst með hvað starfsfólkið gerir á vinnutíma á netinu og það er vít mjög mikið, svo fólk hefur verið kallað í viðtal hjá forstjóra til að láta viðkomandi vita að stóri bróðir sjái hvað hann gerir á vinnutímanum, ekki gott mál, auðvitað á maður að vinna þegar maður er á fullu kaupi, hitt þarf maður að gera bara heima.....eða hvað finnst ykkur?
Núna eru bara 4 vikur þar til við förum til Kanarí um jól og nýár, svo við bíðum spennt eftir að komast úr kuldanum og myrkrinu og geta hlíjað okkur í sólinni og labbað í sandinum eftir allri ströndinni. GOTT
Læt þetta duga því allir eru svo uppteknir á Facebook og láta bloggið mæta afgangi...nei nei ég er bara að stríða ykkur, Jenny og Brynja eru ennþá duglegar við þetta, svo endilega haldið áfram.
lördag 22 november 2008
söndag 12 oktober 2008
Haust
Þetta fer að verða árstíðabundin bloggsíða helg ég.
Ætla að skrifa smá um haustið, sem er svo fallegt, allir litir í náttúrunni hér er alveg dásamlegt. Það eru þúsundir lita í trjánum, fallegasti tíminn þannig, en á sumrin eru öll tré græn, fyrir utan þau sem eru rauð og blásvört.
Í dag er 12 október og glaðasólskín og næstum logn...
Við vorum að kaupa okkur svona, ég veit bara ekki hvað það myndi heita á íslensku, það var aldrei til svona heima, nema kartöflugarðar, þar sem maður átti garð og ræktaði kartöflur, hér er það garður og ákveðin stærð á lóð með smá húsum á sem maður getur búið í við tilfelli. Við ætlum nú kanski ekki að rækta mikið en kanski kartöflur og gulrófur og rabbarbara, við fáum bara að sjá til, ekki ætlar maður að eyða öllu sumrinu í að krjúpa í garðinum og hreinsa og klippa og vökva, ekki gera of mikla vinnu.
Við keyptum þetta til að geta haft garð og smá sumarhús, því þótt svalirnar okkar séu frábærar þá er það kanski smá lítið heilt sumar....þetta sumarhús er hér í bænum, tekur bara 15 mín að hjóla svo þá getum við farið og grillað og drukkið lítið rauðvín með og svo bara hjólað heim að sofa. En húsið hefur alveg pláss til að geta sofið ef maður finnur eitthvað heppilegt til að sofa á og tekur ekki of mikið pláss. Við höfum rafmagn og neysluvatn inn hjá okkur en það hafa ekki allir. Svo rennur áin alveg við garðinn, alveg frábærlega fallegt þarna, bara eins og að vera upp í sveit. Svo er að sjá til hvort myflugurnar eru óþolandi á kvöldin svona alveg við árbakkan, en við verðum bara að borða hvítlauk þá vilja þau ekki blóðið í okkur.....
Við skruppum til Islands 11 september, en þá var ódýrast að fljúga, hvort það eru afleiðingar af 11 september í NY veit ég ekki en það var miklu dýrara fimmtudaginn fyrir og eftir, og það var svo þægilegt flug. Var bara allt of stutt viðkoma eins og venjulega en við ætlum að bæta úr því og vera plága á ættinni eitt sumar....látum ekkert vita svo þið getið ekki flúið landið eða heimilið eins og sumir gera þegar við komum.....nefnum engin nöfn nema Rakel og Heiðrúnu:-)
Núna ætlum við að skreppa í sumarhúsið og taka með okkur kaffi á hitabrúsa og snúða, Pernilla dóttir Stigs kemur með Juliu og Freyu til að skoða, en við fengum bústaðinn á föstudagskvöld og erum búin að fá túlípanalauka í gjöf, svo þeim þarf maður að pota niður í moldina og njóta þeirra svo í vor.
Núna er svo næsta bið eftir jóla og nýársferðinni í sólina, sem er mikið tillhlökkunnarefni.
Svo er bara að sjá hvort einhver les þetta blessaða árstíðablogg hjá mér, hver veit nema ég skerpi mig og blogga oftar.....aldrei að vita.
lördag 9 augusti 2008
Sumarfríið búið :-(
Jæja, er kanski komin tími á blogg, ef maður nennir að halda áfram við þessa iðju (er iðja med Y)?
Eins og fyrirsögnin segir er sumarfríið búið að þessu sinni, og þá 14 og hálf vika til næsta.
Þetta frí var alveg dásamlegt, það var svo gaman að fá Heiðrúnu, Irisi og Kola hingað, bara vantaði Jenny þá hefði þetta verið fullkomið.
Farið var í Sommarland einn heilan dag og það var svo fínt veður allan tíman þar til lokun, en þá byrjaði að hellirigna og það ekkert smá, svo maður varð rennandi blautur bara að hlaupa í bílinn, en bílastæðin eru það stór að það var spotti þangað.
Svo var verslað og aftur verslað, Heiðrún stakk af til Noregs og var þar í viku, en við vorum búin að fara á ströndina og bursla áður. Sem sagt æðislegur tími og Koli er svo góður og ánægður, lék daglega við Emelie vinkonu sína og þau eru frábærlega góðir vinir.
Veðrið var sí og svo, bæði mjög gott og rigning og bara mátulegt, hitabylgjan kom þegar þau voru farin heim, hitabylgjan var þó nokkuð heit, var þetta 30-32 stig og 25 á næturnar, þetta var í tvær vikur svo maur gatekki gert neitt nema vera á strönd og kæla sig í vatninu og var þetta met hjá mér að vera á strönd...4 daga í röð og í vatninu líka sko.
4 ágúst byrjuðum við að vinna og ég hafði slappnað svo vel af í fríinu að ég var búin að gleyma hvernig ég átti að tengja tölvuna, svo húsvörðurinn hló vel að mér...:-) en eftir bara fyrsta daginn var eins og ég hafði aldrei verið í fríi, en við vorum svo heppin að þessir dagar voru rigningardagar, svo þetta gekk mjög vel.
Núna er bara að vonast til að fólk í ættinni seú hætt að flytja og geti byrjað að skrifa ný blogg og svo höldum við áfram eins og frá var horfið í vor.
Vonandi hafið þið það gott og verið nú dugleg við að kommentera, eða þannig.
söndag 8 juni 2008
Sumarfrí
Það er langt síðan síðast og ekki eins mikið í kommentar.....afhverju??
Jú, núna er komið sumar, hér er búið að vera algjör hitabylgja í yfir tvær vikur hiti 28-31 stig og heitt á næturnar líka. En núna er það búið, því á þriðjudag á að byrja að riga, enda er mikil þörf fyrir rigningu því allt gras og skógur eru að þorna upp og mikil eldhætta, svo það er ágætt að það rigni í 2 daga, en ekki meira nema á næturnar kanski.....
Koli, Iris og Heiðrún koma bráðum og verða í 3 vikur svo það er mjög spennandi og mikil tilhlökkun, vonandi á allra bóga....Bara það verði hætt að rigna þá.
Svo núna ætla ég að taka mér sumarfrí frá að skrifa blogg, en ég held áfram að kíkja á ykkar blogg svo ég geti fylgst med ykkur.
Hafið það gott í sumar og kanski finn ég eitthvað að skrifa um eftir góða fríið.
Have a nice time.
Jú, núna er komið sumar, hér er búið að vera algjör hitabylgja í yfir tvær vikur hiti 28-31 stig og heitt á næturnar líka. En núna er það búið, því á þriðjudag á að byrja að riga, enda er mikil þörf fyrir rigningu því allt gras og skógur eru að þorna upp og mikil eldhætta, svo það er ágætt að það rigni í 2 daga, en ekki meira nema á næturnar kanski.....
Koli, Iris og Heiðrún koma bráðum og verða í 3 vikur svo það er mjög spennandi og mikil tilhlökkun, vonandi á allra bóga....Bara það verði hætt að rigna þá.
Svo núna ætla ég að taka mér sumarfrí frá að skrifa blogg, en ég held áfram að kíkja á ykkar blogg svo ég geti fylgst med ykkur.
Hafið það gott í sumar og kanski finn ég eitthvað að skrifa um eftir góða fríið.
Have a nice time.
söndag 27 april 2008
Söngur og útsaumur
Þetta med bakarofna var greinilega ekkert spennandi efni, trúlega allir kærulausir að þrífa þá....en prófið sápu og vatn.....gott að geta andað á meðan.
Ætla að skrifa smá frá gaggó....eða ég bara man ekki hvort það var í gaggó eða fyrr????
Við höfðum söng á stundatöflunni eða það hefur kanski heitið músík..ta, ta tatti, ta..nótur voru nú ekki mín sterka hlið, en við fengum að spila á blokkflautu, sennilega hefur þetta verið í barnaskólanum, svo allir þurftu að skaffa sér blokkflautu og það var þó nokkuð gaman að blása í hana því það kom út lag, en maður þurfti nú að gera meira en bara blása. Við fengum líka að spila á svona þríhorn og handtrommur, man ekki hvað það heitir....en það er svo skrítið að ég man ekki svo mikið eftir þessum tímum, nema að strákarnir voru alltaf að gera at og fíflast, en kennarinn sem var Haukur rakari, oftast kallaður tatti ta, aumingja maðurinn átti ekki sjö dagana sæla í skólanum, en einu man ég vel eftir að hann varð svo reiður í einum tímanum að hann tók í eyrað á einum stæðsta stráknum (Gunnari Alla) og dró hann út úr tónlistarstofunni og lokaði á eftir....þetta þótti okkur stelpunum frábært, við fengum að spila og syngja í friði á eftir. En ég man ekki hvar söngstofan var, þótt Stefanía segir að hún hafi verið þar sem dansinn var, hefur kanski verið þar eftir að sá hlutinn var byggður við.
Handavinna var aftur á móti uppáhaldið mitt, enda var ég algjört uppáhald hjá Kristínu.....við þurftum að gera alltaf einhverja þrjá hluti sem var skilda og svo fengum við að velja, en ég á ekki mikið eftir af öllu sem ég gerði, held bara einn nálapúða sem var saumaður með kross saum jú og púða sem ég held Iris hafi, það var ríapúði. Ég saumaði líka helling af dúkum svona stórum á 10-12 manna matarbroð og var þetta í efni sem heitir hör og frekar leiðinlegt efni, en þeir fylgdu mér alla tíð og hingað til sverige, en voru alltaf í kassa ásamt helling af helkuðum dúkum (ekki pottaleppum) svo þegar við fluttum frá húsinu sem ég flutti til hér fyrst þá fór Pelle með helling af dóti á uppboð en það voru kassar með dúkum og þannig sem mamma hans hafði átt, svo ákveðum við að fara og vera með og sjá uppboðið og erum að skoða allt áður en það byrjaði, en maður gat labbað á milli til að skoða og ákveða hvort maður vildi bjóða í eitthvað...haldið þið að þar sé ekki kassinn með öllum mínum dúkum og helkuðu dúkunum ásamt einhverju fleira, sem átti sko alls ekki að fara með......svo það var eitthvert fólk sem bauð í dúkana mína og fékk.....en ég hef ekki ennþá séð eftir þeim eða þannig, hefði nú aldrei notað þá eftir öll þessi ár.
En það var dálítið skrítið samt að þeir höfnuðu þannig.
Það var alltaf þannig að maður gerði eitthvað í handavinnu og svo þurfti maður að gyema það í skólanum þar til á sumardaginn fyrsta en þá var þessi líka rosalega handavinnusýning fyrir alla nemendur í skólanum og þetta var mikið vinsælt og allir bæjarbúar komu til að skoða, síðan um kvöldið eða daginn eftir fékk maður að fara med sitt heim. Við fengum að læra að prjóna og þá varð maður að prjóna vettlinga, þegar mínar dætur (man ekki hverjar) voru í handavinnu þurftu þær bara að gera annan vettlinginn, ég notaði mína, ekki gátu þær notað sinn bara á aðra hendina. Áttu sennilega að gera hinn heima:-)
Jæja, Smári, núna eru tvö blogg í einu......ég vil endilega fá kommentarar......
Ætla að skrifa smá frá gaggó....eða ég bara man ekki hvort það var í gaggó eða fyrr????
Við höfðum söng á stundatöflunni eða það hefur kanski heitið músík..ta, ta tatti, ta..nótur voru nú ekki mín sterka hlið, en við fengum að spila á blokkflautu, sennilega hefur þetta verið í barnaskólanum, svo allir þurftu að skaffa sér blokkflautu og það var þó nokkuð gaman að blása í hana því það kom út lag, en maður þurfti nú að gera meira en bara blása. Við fengum líka að spila á svona þríhorn og handtrommur, man ekki hvað það heitir....en það er svo skrítið að ég man ekki svo mikið eftir þessum tímum, nema að strákarnir voru alltaf að gera at og fíflast, en kennarinn sem var Haukur rakari, oftast kallaður tatti ta, aumingja maðurinn átti ekki sjö dagana sæla í skólanum, en einu man ég vel eftir að hann varð svo reiður í einum tímanum að hann tók í eyrað á einum stæðsta stráknum (Gunnari Alla) og dró hann út úr tónlistarstofunni og lokaði á eftir....þetta þótti okkur stelpunum frábært, við fengum að spila og syngja í friði á eftir. En ég man ekki hvar söngstofan var, þótt Stefanía segir að hún hafi verið þar sem dansinn var, hefur kanski verið þar eftir að sá hlutinn var byggður við.
Handavinna var aftur á móti uppáhaldið mitt, enda var ég algjört uppáhald hjá Kristínu.....við þurftum að gera alltaf einhverja þrjá hluti sem var skilda og svo fengum við að velja, en ég á ekki mikið eftir af öllu sem ég gerði, held bara einn nálapúða sem var saumaður með kross saum jú og púða sem ég held Iris hafi, það var ríapúði. Ég saumaði líka helling af dúkum svona stórum á 10-12 manna matarbroð og var þetta í efni sem heitir hör og frekar leiðinlegt efni, en þeir fylgdu mér alla tíð og hingað til sverige, en voru alltaf í kassa ásamt helling af helkuðum dúkum (ekki pottaleppum) svo þegar við fluttum frá húsinu sem ég flutti til hér fyrst þá fór Pelle með helling af dóti á uppboð en það voru kassar með dúkum og þannig sem mamma hans hafði átt, svo ákveðum við að fara og vera með og sjá uppboðið og erum að skoða allt áður en það byrjaði, en maður gat labbað á milli til að skoða og ákveða hvort maður vildi bjóða í eitthvað...haldið þið að þar sé ekki kassinn með öllum mínum dúkum og helkuðu dúkunum ásamt einhverju fleira, sem átti sko alls ekki að fara með......svo það var eitthvert fólk sem bauð í dúkana mína og fékk.....en ég hef ekki ennþá séð eftir þeim eða þannig, hefði nú aldrei notað þá eftir öll þessi ár.
En það var dálítið skrítið samt að þeir höfnuðu þannig.
Það var alltaf þannig að maður gerði eitthvað í handavinnu og svo þurfti maður að gyema það í skólanum þar til á sumardaginn fyrsta en þá var þessi líka rosalega handavinnusýning fyrir alla nemendur í skólanum og þetta var mikið vinsælt og allir bæjarbúar komu til að skoða, síðan um kvöldið eða daginn eftir fékk maður að fara med sitt heim. Við fengum að læra að prjóna og þá varð maður að prjóna vettlinga, þegar mínar dætur (man ekki hverjar) voru í handavinnu þurftu þær bara að gera annan vettlinginn, ég notaði mína, ekki gátu þær notað sinn bara á aðra hendina. Áttu sennilega að gera hinn heima:-)
Jæja, Smári, núna eru tvö blogg í einu......ég vil endilega fá kommentarar......
söndag 13 april 2008
Bakarofninn
Í framhaldi af öllu um matreiðslunám, langar mig að gera smá könnun meðal ykkar.......
Hvað hreinsið þið oft bakarofninn hjá ykkur?
...það er þessi sem er undir eldavélinni (eða upp á vegg einhversstaðar)?
Hvernig hreinsið þið hann, ég meina með hverju? Spreyin sem voru til einu sinni eru ekki umhverfisvæn.....stórhættuleg.
Er það auðvellt og gaman?????
Hvað á ég að skrifa um næst?
Hvað hreinsið þið oft bakarofninn hjá ykkur?
...það er þessi sem er undir eldavélinni (eða upp á vegg einhversstaðar)?
Hvernig hreinsið þið hann, ég meina með hverju? Spreyin sem voru til einu sinni eru ekki umhverfisvæn.....stórhættuleg.
Er það auðvellt og gaman?????
Hvað á ég að skrifa um næst?
lördag 29 mars 2008
Matreiðslan
Jæja, þá er að halda áfram eftir mikið púl að finna út vissa persónu sem vildi endalaust vera anonym og það vil ég ekki samþykkja. En úr því þetta var minn eigin bróðir er þetta fyrirgefið í þetta sinn.
Ég var áður búin að ákveða hvaða skólastofu ég ætlaði að skrifa um næst en núna hefur þetta bara horfið frá mér, en ég geri tilraun......matreiðslan.
Þetta var alltaf mjög gaman að fara í matreiðslutímana, því við fengum að gera mat sem við fengum svo að borða sjálf og kökur sem maður bakaði fékk maður að taka með sér heim.
Halldís heitir hún sem var kennarinn, mjög indæl að mínu mati og hún var svo virðuleg alltaf og maður bar stóra viringu fyrir henni, hún var svo dugleg.
Matreiðslustofan var með 3-4 eldavélum og svona skápum og vaski í hverju og öllum tilheyrandi áhöldum. Fyrst þegar við vorum yngri þurftum við að sauma okkur svuntu og skuplu (man ekkert annað nafn) í handavinnu sem var til framtíða notkunnar við matseldina, við vorum með svona stífaða kappa...heitir það, á hausnum sem eiginlega maður fattaði ekki hvaða tilgangi það þjónaði, en sennilega til að varna að hárið dytti í pottana, en það var engan vegin þannig því hárið á manni var út um allt fyrir því.
Maður byrjaði alltaf tíman á að setjast í hóp og hún fór yfir matlagningu dagsins og svona um hollustu og það, svo var okkur skipt í hópa og einn hópurinn var í eldhúsi nr 1 og s frv. og einn hópur að baka, við vorum ca 3-4 í hverjum hóp minnir mig. Mér fannst mest gaman að baka.....(hef sennilega bakað yfir mig því núna baka ég aldrei, nema vöfflur).
Nú þegar við vorum búin að gera matinn var alltaf viss hópur sem lagði á borð með dúk á og flott og svo var maturinn serveraður eins og á veitingahúsi, svo maður lærði margt á einu bretti og enginn fékk að ropa eða gera neitt sem ekki var fínt. Nú svo var uppvaskið á eftir, eftir kúnstarinnar reglum, ekki bara að ruppa þessu af nei sko, síðan áttu hver áhöld fyrir sig að vera á sínum vissa stað eftir lista sem var í hverri skúffu og skáp. Allt var tékkað á eftir að allt væri í röð og reglu....ég er þannig ennþá þetta situr í get ég sagt, allt í röð og reglu í skúffum og skápum.....en engir listar samt ha, ha, ha.
Þegar ég var unglingur eða 14 ára minnir mig var ég svo skotin í strák í götunni og við vorum oft með öllum krökkunum í götunni úti að leika á kvöldin.....og einu sinni þegar ég var búin að baka góða köku sem var svona hvað hét hún nú aftur.....sandkaka, getur það verið (jólakaka án rúsína) og með svona bleiku flórsykurkremi yfir.....og auðvitað vildi ég bjóða kærastanum (Henry) í kaffi eða kakó og þessa fínu köku og mömmu fannst þetta mjög góð hugmynd, svo hann kom og fékk að smakka á minni fínu köku.....ég gleymi því aldrei hvað ég var montin að honum fanst kakan svo góð.
Einu sinni var það að við fengum að bjóða strákunum í bekknum í mat þegar við höfðum gert matinn og þetta var svo gaman og flott, þeir komu allir uppábúnir í sínum fínustu fötum og settust til borðs og við bárum fram matinn, þetta var veruleg veisla og þeir voru svo ánægðir með matinn og eftirréttinn sem að mig minnir var rísalamanda eða sítrónufromance.....mig minnir að strákarnir hafi ekki verið í matreiðslu á mínum tíma, en þínum Smári?????
Svo voru nú líka hræðilegir tímar þar sem sumir gerðu at og þannig, eins og þegar Halldís einu sinni var kölluð í síman í miðjum tíma, þá voru vissar tvær stelpur sem voru þær svæsnustu að mínu mati, nefni engin nöfn, en t.d. sýslumannsdóttirinn og önnur sem vann lengi í KB, en ég er ekki 100% viss að ég muni rétt, nú þær voru að baka gerbrauð og hnoða og þá þegar Halldís fór í síman notuðu þær tækifærið og byrjuðu að henda gerdeginu á milli sín og upp í loftið og það festist í loftinu og kom ekki niður fyrr en Halldís var komin til baka....ekki hefði ég viljað vera í þeirra sporum þarna....ekki fanst mér þetta sniðugt fyrr en mörgum árum seinna....
Þetta voru skemmtilegir tímar......
Ég var áður búin að ákveða hvaða skólastofu ég ætlaði að skrifa um næst en núna hefur þetta bara horfið frá mér, en ég geri tilraun......matreiðslan.
Þetta var alltaf mjög gaman að fara í matreiðslutímana, því við fengum að gera mat sem við fengum svo að borða sjálf og kökur sem maður bakaði fékk maður að taka með sér heim.
Halldís heitir hún sem var kennarinn, mjög indæl að mínu mati og hún var svo virðuleg alltaf og maður bar stóra viringu fyrir henni, hún var svo dugleg.
Matreiðslustofan var með 3-4 eldavélum og svona skápum og vaski í hverju og öllum tilheyrandi áhöldum. Fyrst þegar við vorum yngri þurftum við að sauma okkur svuntu og skuplu (man ekkert annað nafn) í handavinnu sem var til framtíða notkunnar við matseldina, við vorum með svona stífaða kappa...heitir það, á hausnum sem eiginlega maður fattaði ekki hvaða tilgangi það þjónaði, en sennilega til að varna að hárið dytti í pottana, en það var engan vegin þannig því hárið á manni var út um allt fyrir því.
Maður byrjaði alltaf tíman á að setjast í hóp og hún fór yfir matlagningu dagsins og svona um hollustu og það, svo var okkur skipt í hópa og einn hópurinn var í eldhúsi nr 1 og s frv. og einn hópur að baka, við vorum ca 3-4 í hverjum hóp minnir mig. Mér fannst mest gaman að baka.....(hef sennilega bakað yfir mig því núna baka ég aldrei, nema vöfflur).
Nú þegar við vorum búin að gera matinn var alltaf viss hópur sem lagði á borð með dúk á og flott og svo var maturinn serveraður eins og á veitingahúsi, svo maður lærði margt á einu bretti og enginn fékk að ropa eða gera neitt sem ekki var fínt. Nú svo var uppvaskið á eftir, eftir kúnstarinnar reglum, ekki bara að ruppa þessu af nei sko, síðan áttu hver áhöld fyrir sig að vera á sínum vissa stað eftir lista sem var í hverri skúffu og skáp. Allt var tékkað á eftir að allt væri í röð og reglu....ég er þannig ennþá þetta situr í get ég sagt, allt í röð og reglu í skúffum og skápum.....en engir listar samt ha, ha, ha.
Þegar ég var unglingur eða 14 ára minnir mig var ég svo skotin í strák í götunni og við vorum oft með öllum krökkunum í götunni úti að leika á kvöldin.....og einu sinni þegar ég var búin að baka góða köku sem var svona hvað hét hún nú aftur.....sandkaka, getur það verið (jólakaka án rúsína) og með svona bleiku flórsykurkremi yfir.....og auðvitað vildi ég bjóða kærastanum (Henry) í kaffi eða kakó og þessa fínu köku og mömmu fannst þetta mjög góð hugmynd, svo hann kom og fékk að smakka á minni fínu köku.....ég gleymi því aldrei hvað ég var montin að honum fanst kakan svo góð.
Einu sinni var það að við fengum að bjóða strákunum í bekknum í mat þegar við höfðum gert matinn og þetta var svo gaman og flott, þeir komu allir uppábúnir í sínum fínustu fötum og settust til borðs og við bárum fram matinn, þetta var veruleg veisla og þeir voru svo ánægðir með matinn og eftirréttinn sem að mig minnir var rísalamanda eða sítrónufromance.....mig minnir að strákarnir hafi ekki verið í matreiðslu á mínum tíma, en þínum Smári?????
Svo voru nú líka hræðilegir tímar þar sem sumir gerðu at og þannig, eins og þegar Halldís einu sinni var kölluð í síman í miðjum tíma, þá voru vissar tvær stelpur sem voru þær svæsnustu að mínu mati, nefni engin nöfn, en t.d. sýslumannsdóttirinn og önnur sem vann lengi í KB, en ég er ekki 100% viss að ég muni rétt, nú þær voru að baka gerbrauð og hnoða og þá þegar Halldís fór í síman notuðu þær tækifærið og byrjuðu að henda gerdeginu á milli sín og upp í loftið og það festist í loftinu og kom ekki niður fyrr en Halldís var komin til baka....ekki hefði ég viljað vera í þeirra sporum þarna....ekki fanst mér þetta sniðugt fyrr en mörgum árum seinna....
Þetta voru skemmtilegir tímar......
lördag 1 mars 2008
Gaggó??? Nei ekki enn.....
Gaggó í Borgarnesi....
Þegar ég var lítil (minni) fannst mér gaman að vera í skólanum, við vorum heppin með að skólinn í Borgarnesi var góður skóli, að mér fannst.
Við höfðum teikningu á stundaskránni og það var uppáhalds efnið mitt í barnaskólanum og landafræði....Teiknikennarinn var Hildur og hún var voða duglegur teiknari, fallegt allt sem hún gerði, og hún teiknaði svo oft á töfluna með litakrítum. Ég man ekki hvort hún var landafræðikennarinn líka, en það hlítur að vera. Við vorum að læra um Svíþjóð og ég var nú sérstaklega áhugasöm um það land því Njáll frændi bjó þar. Hún var að segja okkur frá Göta kanal (skipaskurðinum) og þetta var mjög flókið mál með þennan skipaskurð, en hann var þvert í gegnum Svíþjóð frá Gautaborg til Stokkhólms og öfugt, en hún teiknaði þetta allt á töfluna með sínum litakrítum, allar þessar tröppur og útskýrði þetta mjög vel, svo áhugi minn kveiknaði um þennan skipaskurð og ég ákvað þá að þangað ætla ég að koma einhverntíman.....og það gerði ég, sem allir vita og hana nú......og meira að segja silgdi þennan skipaskurð en ekki samt alla leið gegnum landið.
En þetta átti nú ekki að vera umræðan í kvöld, en það er kvöld hjá mér núna. Anonym vill að ég skrifi um fleiri skólastofur í skólanum, en ég vil vita hver anonym er fyrst....mömmusystir er ég búin að fá að vita hver er, ég á bara tvær mömmusystur og ekki held ég þetta sé Björg....þótt anonym hafi ekki skrifað nafnið sitt. En hinn aðilinn sem er anonym vil ég vita hver er áður en ég skrifa meira um skólastofurnar í gaggó í Borgarnesi.
Þá fyrst skal ég skrifa meira......
Það er laugardagskvöld og við að bíða eftir söngvakeppninni sem er sú fjórða í röðinni og síðasta og þá verður bara eftir að velja úr þeim lögum sem eru valin frá hverju kvöldi.....sum lögin eru hræðilega léleg önnur mjög góð eins og gengur.
Veðrið er mjög gott hér, bara eins og apríl.....og hana nú, en þið öll sem skrifið kommentar takk fyrir að þið skrifið, það er gaman að ykkur og endilega haldið áfram, annars skrifa ég ekki...
Þegar ég var lítil (minni) fannst mér gaman að vera í skólanum, við vorum heppin með að skólinn í Borgarnesi var góður skóli, að mér fannst.
Við höfðum teikningu á stundaskránni og það var uppáhalds efnið mitt í barnaskólanum og landafræði....Teiknikennarinn var Hildur og hún var voða duglegur teiknari, fallegt allt sem hún gerði, og hún teiknaði svo oft á töfluna með litakrítum. Ég man ekki hvort hún var landafræðikennarinn líka, en það hlítur að vera. Við vorum að læra um Svíþjóð og ég var nú sérstaklega áhugasöm um það land því Njáll frændi bjó þar. Hún var að segja okkur frá Göta kanal (skipaskurðinum) og þetta var mjög flókið mál með þennan skipaskurð, en hann var þvert í gegnum Svíþjóð frá Gautaborg til Stokkhólms og öfugt, en hún teiknaði þetta allt á töfluna með sínum litakrítum, allar þessar tröppur og útskýrði þetta mjög vel, svo áhugi minn kveiknaði um þennan skipaskurð og ég ákvað þá að þangað ætla ég að koma einhverntíman.....og það gerði ég, sem allir vita og hana nú......og meira að segja silgdi þennan skipaskurð en ekki samt alla leið gegnum landið.
En þetta átti nú ekki að vera umræðan í kvöld, en það er kvöld hjá mér núna. Anonym vill að ég skrifi um fleiri skólastofur í skólanum, en ég vil vita hver anonym er fyrst....mömmusystir er ég búin að fá að vita hver er, ég á bara tvær mömmusystur og ekki held ég þetta sé Björg....þótt anonym hafi ekki skrifað nafnið sitt. En hinn aðilinn sem er anonym vil ég vita hver er áður en ég skrifa meira um skólastofurnar í gaggó í Borgarnesi.
Þá fyrst skal ég skrifa meira......
Það er laugardagskvöld og við að bíða eftir söngvakeppninni sem er sú fjórða í röðinni og síðasta og þá verður bara eftir að velja úr þeim lögum sem eru valin frá hverju kvöldi.....sum lögin eru hræðilega léleg önnur mjög góð eins og gengur.
Veðrið er mjög gott hér, bara eins og apríl.....og hana nú, en þið öll sem skrifið kommentar takk fyrir að þið skrifið, það er gaman að ykkur og endilega haldið áfram, annars skrifa ég ekki...
söndag 10 februari 2008
Februar
Kanski kominn tími á smá blogg eða??
Ég hef nú ekkert að blogga um, nema að jólin eru búin og bráðum koma blessuð jólin "aftur" líða svo fljótt þessi ár nú á tímum.
Þegar ég var lítil eða minni.....þá var ofsalega langt til jóla allt árið fannst mér, maður beið og beið sérstaklega þegar var komin nóvember, þegar maður byrjaði í danskenslunni í íþróttatímunum í skólanum. Helga og Guðmundur voru danskennararnir og þetta var spennandi, strákarnir voru í einum búningsklefanum og við stelpur í hinum og svo vorum við látin labba inn samtímis og það var svona happdrætti á hverjum maður lenti, því sá sem var fyrstur í báðum röðunum lentu saman í dansinum, en maður þurfti samt ekki að dansa við sama allan tíman, því strákarnir fengu svo að vera í öðrum endanum og við í hinum og svo fengu þeir að bjóða upp og auðvitað voru sætustu og vinsælustu stelpurnar alltaf fyrst að fá dansboð af vinsælustu strákunum, svo þetta var mjög spennandi. Sumir strákarnir voru svo æstir að ná bestu stelpunni að þeir flugu á hana margir í einu, var svona keppni á milli þeirra og við sem vorum ekki í þeim hópnum lentum á strákunum sem voru feimnir, en það gerði ekkert til því þeir voru bara mjög góðir dansherrar og alltaf var þetta jafn spennandi í byrjun á hverjum maður lenti. Kennararnir röðuðu okkur upp í ólíkar raðir í hvert sinn, alltaf samt einhver þema eftir hverju þeir röðuðu okkur upp, stundum eftir stærð, stafrófsröð, eða afmælisdegi.....
Af hverju kom ég inná þetta ????
Ég vinn í skóla og í barnaskólanum eru haldin dskó fyrir vissa árganga og þá oftast elsti bekkurinn sem heldur diskóið til að safna pening fyrir skólaferðalag, þegar ég gekk í barnaskólan man ég ekki eftir að það hafi verið til "diskó" því þegar maður kom í gaggó voru svona alvöru skóladansleikir og meira að segja voru alvöru hljómsveitir sem spiluðu, en það var svona sina í einu skólaherberginu, man nú ekki hvað það herbergi var notað til...kanski músíkkenslu?? og alltaf voru nokkrir strákar sem kunnu að spila á bassa, gítar og trommur og einn sem söng, þetta var voða gaman og ekta þá, svona góð músík bæði rokk og vangalög sérstaklega í endan á kvöldinu.....tölum ekki meira um það...
Læt þetta duga, því ég hafði ekkert að skrifa um, en af einhverri ástæðu hafnaði ég í fortíðinni, er kanski komin á þann aldur sem maður bara talar um það liðna, en gott á meðan það eru jákvæðar minningar.....
Görð svo vel, endilega kvíttið fyrir ef þið lesið.....gaman að sjá hvort einhver les mitt lélega blogg. Annars er bara að hætta þessu.
Bæ bæ love.
Ég hef nú ekkert að blogga um, nema að jólin eru búin og bráðum koma blessuð jólin "aftur" líða svo fljótt þessi ár nú á tímum.
Þegar ég var lítil eða minni.....þá var ofsalega langt til jóla allt árið fannst mér, maður beið og beið sérstaklega þegar var komin nóvember, þegar maður byrjaði í danskenslunni í íþróttatímunum í skólanum. Helga og Guðmundur voru danskennararnir og þetta var spennandi, strákarnir voru í einum búningsklefanum og við stelpur í hinum og svo vorum við látin labba inn samtímis og það var svona happdrætti á hverjum maður lenti, því sá sem var fyrstur í báðum röðunum lentu saman í dansinum, en maður þurfti samt ekki að dansa við sama allan tíman, því strákarnir fengu svo að vera í öðrum endanum og við í hinum og svo fengu þeir að bjóða upp og auðvitað voru sætustu og vinsælustu stelpurnar alltaf fyrst að fá dansboð af vinsælustu strákunum, svo þetta var mjög spennandi. Sumir strákarnir voru svo æstir að ná bestu stelpunni að þeir flugu á hana margir í einu, var svona keppni á milli þeirra og við sem vorum ekki í þeim hópnum lentum á strákunum sem voru feimnir, en það gerði ekkert til því þeir voru bara mjög góðir dansherrar og alltaf var þetta jafn spennandi í byrjun á hverjum maður lenti. Kennararnir röðuðu okkur upp í ólíkar raðir í hvert sinn, alltaf samt einhver þema eftir hverju þeir röðuðu okkur upp, stundum eftir stærð, stafrófsröð, eða afmælisdegi.....
Af hverju kom ég inná þetta ????
Ég vinn í skóla og í barnaskólanum eru haldin dskó fyrir vissa árganga og þá oftast elsti bekkurinn sem heldur diskóið til að safna pening fyrir skólaferðalag, þegar ég gekk í barnaskólan man ég ekki eftir að það hafi verið til "diskó" því þegar maður kom í gaggó voru svona alvöru skóladansleikir og meira að segja voru alvöru hljómsveitir sem spiluðu, en það var svona sina í einu skólaherberginu, man nú ekki hvað það herbergi var notað til...kanski músíkkenslu?? og alltaf voru nokkrir strákar sem kunnu að spila á bassa, gítar og trommur og einn sem söng, þetta var voða gaman og ekta þá, svona góð músík bæði rokk og vangalög sérstaklega í endan á kvöldinu.....tölum ekki meira um það...
Læt þetta duga, því ég hafði ekkert að skrifa um, en af einhverri ástæðu hafnaði ég í fortíðinni, er kanski komin á þann aldur sem maður bara talar um það liðna, en gott á meðan það eru jákvæðar minningar.....
Görð svo vel, endilega kvíttið fyrir ef þið lesið.....gaman að sjá hvort einhver les mitt lélega blogg. Annars er bara að hætta þessu.
Bæ bæ love.
Prenumerera på:
Inlägg (Atom)